Manchester United er tilbúið að greiða Alexis Sanchez, 13 milljónir punda, bara svo að hann yfirgef félagið í sumar.
Sanchez hefur verið hjá United í eitt og hálft ár, hann á tvö ár eftir af samningi sínum.
Sóknarmaðurinn frá Síle er launahæsti leikmaður deildarinnar, hann þénar um 500 þúsund pund á viku.
Hann hefur ekkert getað eftir að hann kom til félagsins og vill Ole Gunnar Solskjær losna við hann í sumar.
Launapakki Sanchez út samning hans er 26 milljónir punda, félagið er hins vegar klárt í að borga helminginn, svo að hann fari í sumar. Ef marka má ensk blöð.