fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
433Sport

Solskjær skipar leikmönnum að gera eitthvað sem ekki þekkist: Hvernig taka þeir þessu?

433
Fimmtudaginn 2. maí 2019 21:43

Gæti Carrick tekið við til framtíðar?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að gengi Manchester United hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið.

Frammistaða liðsins batnaði verulega í desember og snemma á árinu er Ole Gunnar Solskjær hafði teki við af Jose Mourinho.

Undanfarnar vikur hefur liðið þó verið á mikilli niðurleið og ljóst að það þarf mikið að gerast í sumar.

United er þessa stundina í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og á leiki gegn Huddersfield og Cardiff eftir.

Solskjær veit manna best hvernig gengi liðsins hefur verið og bíður með það að hleypa mönnum í sumarfrí.

Venjan er að leikmenn kveðji fyrir síðasta leik tímabilsins og fara hver og einn sína leið eftir að leik lýkur.

Solskjær ætlar hins vegar að breyta til og hefur skipað leikmönnum að mæta á fund degi eftir lokaleikinn gegn Cardiff.

Það er ýmislegt sem gæti verið á dagskrá á þessum fundi en nokkrir leikmenn gætu verið að kveðja endanlega er þeir fara annað í sumar.

Það er ekki víst að allir leikmenn taki vel í þessa ákvörðun Solskjær en sumir vilja komast í frí eins fljótt og hægt er eftir ansi slakt tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn

Lét gelda sig til að þurfa ekki að horfa á sama barnaefnið í fimmta sinn
433Sport
Í gær

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“

Halldór útskýrir nánar ummæli sín sem vöktu gríðarlega athygli – „Svo er það sett saman á einhvern hátt og þá er auðvelt að klippa þetta út“
433Sport
Fyrir 2 dögum

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar

City ætlar að slást við Arsenal og Real Madrid um næstu stjörnu Spánar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá

Arsenal og United fá að vita af verðmiða sem gæti fælt þau frá
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar

Fyrrum leikmaður Liverpool útilokar ekki að félagið láni Wirtz frá sér í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar

Frábær tíðindi hjá Chelsea fyrir stórleik helgarinnar