Aron Einar Gunnarsson er að yfirgefa lið Cardiff City en hann hefur leikið með félaginu frá árinu 2011.
Aron er einn af okkar bestu knattspyrnumönnum og hefur verið í atvinnumennsku síðan hann samdi við AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006.
Landsliðsfyrirliðinn er þrítugur í dag og á að baki 83 landsleiki fyrir Ísland og hefur komist á tvö stórmót.
Cardiff mun sakna Arons á næstu leiktíð, hvort sem félagið leikur í efstu deild eða ekki.
Aron hefur ákveðið að færa sig um set og gerði samning við Heimi Hallgrímsson og félaga í Al Arabi í Katar.
Stuðningsmenn Cardiff munu einnig sakna Arons en hann leggur sig alltaf fram er hann klæðist treyju félagsins.
,,Getum við séð til þess að síðasti heimaleikur Arons verði sérstakur“ skrifar stuðningsmaður Cardiff, Conor Smith á Twitter.
,,Hann hefur verið frábær og myndi skalla múrvegg fyrir þetta félag,“ bætir Conor við og gagnrýnir einnig þá sem telja að Cardiff geti fengið betri leikmann.
Færslan er ansi vinsæl en 290 manns hafa gert ‘like’ við hana og þá hafa aðrir 27 endurbirt hana.
Can we make Aron Gunnarsson last home game a special one ☝️
Despite what idiot proportions of our fan base disrespect and say we can do better.
He’s been a terrific servant and would head butt through a brick wall for this club. pic.twitter.com/rntCjLkn8Q
— Conor Smith ??????? (@welshdraigbale) 1 May 2019