fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Sorg og söknuður í Wales: ,,Aron myndi skalla múrvegg fyrir okkur“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 2. maí 2019 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson er að yfirgefa lið Cardiff City en hann hefur leikið með félaginu frá árinu 2011.

Aron er einn af okkar bestu knattspyrnumönnum og hefur verið í atvinnumennsku síðan hann samdi við AZ Alkmaar í Hollandi árið 2006.

Landsliðsfyrirliðinn er þrítugur í dag og á að baki 83 landsleiki fyrir Ísland og hefur komist á tvö stórmót.

Cardiff mun sakna Arons á næstu leiktíð, hvort sem félagið leikur í efstu deild eða ekki.

Aron hefur ákveðið að færa sig um set og gerði samning við Heimi Hallgrímsson og félaga í Al Arabi í Katar.

Stuðningsmenn Cardiff munu einnig sakna Arons en hann leggur sig alltaf fram er hann klæðist treyju félagsins.

,,Getum við séð til þess að síðasti heimaleikur Arons verði sérstakur“ skrifar stuðningsmaður Cardiff, Conor Smith á Twitter.

,,Hann hefur verið frábær og myndi skalla múrvegg fyrir þetta félag,“ bætir Conor við og gagnrýnir einnig þá sem telja að Cardiff geti fengið betri leikmann.

Færslan er ansi vinsæl en 290 manns hafa gert ‘like’ við hana og þá hafa aðrir 27 endurbirt hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho

Forráðamenn United vonast eftir því að Tottenham horfi til Garnacho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér

Donnarumma æfir einn og er ósáttur með verðmiða PSG á sér
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu

Fyrsti homminn leggur skóna á hilluna – Vill verja meiri tíma með barninu sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa

Allt undir í kvöld – Veðbankarnir með Val en Vestri unnið eina einvígið til þessa
433Sport
Í gær

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó