Það er stranglega bannað að bera þá Lionel Messi og Cristiano Ronaldo saman ef þú spyrð Mario Balotelli.
Messi og Ronaldo eru taldir vera tveir bestu leikmenn heims en þeir hafa barist um þann titil í mörg ár.
Balotelli horfði á leik Barcelona og Liverpool í gær þar sem Messi skoraði tvennu í 3-0 sigri.
Ítalski landsliðsmaðurinn er með 8,7 milljónir fylgjenda á Instagram og hafði þetta að segja um argentínska snillinginn:
,,Geriði það, fótboltans vegna, aldrei bera saman Messi við sjöuna hjá Juventus,“ skrifaði Balotelli.
Báðir leikmennirnir eru gríðarlega hæfileikaríkir og hafa skorað 600 mörk á ferli sínum.