Það eru bara tvær umferðir eftir í ensku úrvalsdeildinni en lið deildarinnar hafa spilað 36 leiki af 38.
Baráttan um gullskóinn fræga er gríðarlega hörð og eru nokkrir leikmenn sem eiga enn möguleika.
Gullskórinn er afhentur þeim leikmanni sem skorar flest deildarmörk á hverju tímabili á Englandi.
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, er á toppnum þessa stundina með 21 mark.
Þar á eftir koma tveir leikmenn með 20 mörk, Sergio Aguero hjá Manchester City og Sadio Mane, liðsfélagi Salah.
Hér má sjá markatöfluna.
Mohamed Salah – 21 mark
Sergio Aguero – 20 mörk
Sadio Mane – 20 mörk
Pierre-Emerick Aubameyang – 19 mörk
Jamie Vardy – 18 mörk
Raheem Sterling – 17 mörk
Harry Kane – 17 mörk
Eden Hazard – 16 mörk