Peter Crouch, leikmaður Burnley á Englandi, er mikill húmoristi og er virkur á samskiptamiðlinum Twitter.
Crouch horfði á PFA verðlaunahátíðina í gær þar sem besti leikmaður tímabilsins á Englandi var kosinn.
Crouch birti í kjölfarið afar skemmtilega færslu þar sem má sjá mynd af bikarnum sem Virgil van Dijk fékk.
,,Ég er gríðarlega stoltur af því að vera á PFA bikarnum fyrir leikmann ársins,“ sagði Crouch.
Crouch er eins og flestir vita mjög stór og grannur og er það vopn sem hann hefur notað til að komast í fremstu röð.
Eins og má sjá er aldrei að vita hvort bikarinn hafi verið hannaður eftir útliti Crouch!
Extremely proud to be the Pfa player of the year trophy pic.twitter.com/DkZ5yDjWpn
— Peter Crouch (@petercrouch) 29 April 2019