Leikmenn Barcelona fengu skýr skilaboð frá fyrirliðanum Lionel Messi fyrir þessa leiktíð.
Þetta segir Luis Suarez, liðsfélagi hans en Messi var ákveðinn í því að vinna Meistaradeildina á tímabilinu.
Börsungar hafa tryggt sér deildarmeistaratitilinn en Real Madrid hefur undanfarin þrjú ár unnið deild þeirra bestu.
,,Við grínuðumst og sögðum að þetta væri þá undir honum komið, að hann ætti að redda þessu,“ sagði Suarez.
,,Þetta kom okkur á óvart en ef fyrirliðinn vill vinna bikarinn svo mikið þá af hverju ekki? Þetta voru skýr skilaboð.“
,,Það er ekki skylda en við viljum vinna. Það er ekki auðvelt, það er mjög erfitt.“