Zlatan Ibrahimovic, framherjinn knái frá Svíþjóð var harður í horn að taka þegar LA Galaxy vann sigur á Real Salt Lake um helgina.
Zlatan skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri en markið kom á 78 mínútu.
Nedum Onuoha varnarmaður Salt Lake sem lék áður með Manchester City, missti alla virðingu á Zlatan í leiknum.
,,Hann reyndi að biðja mig afsökunar eftir leik, síðasta hálftímann var hann að segja ætla að meiða mig,“ sagði Onuoha.
,,Þetta er andlit deildarinnar, hann kallar sig það. Mér er alveg sama að hann tali svona till mín en ég fyrirgef honum þetta ekki.“
Eftir að Zlatan skoraði sigurmarkið öskraði hann í eyrað á Onuoha eins og sjá má hér að neðan.
You don’t want to upset the Lion. ?
Zlatan makes it 2-1! #LAvRSL https://t.co/lLl7fh68Fk
— Major League Soccer (@MLS) April 29, 2019