fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Ýktar sögur um meiðsli Hannesar: Meiddist í heimskulegri tæklingu en kveðst klár

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 29. apríl 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals er ekki eins alvarlega meiddur og rætt hefur verið um. Markvörðurinn meiddist þegar hann var rekinn af velli  þann 18 apríl. Valur tapaði þá gegn Stjörnunni í leiknum um meistara meistaranna, markvörðurinn straujað þá Þorstein Má Ragnarsson og fékk rautt spjald. Í atvikinu meiddist hann svo á öxl, meiðsli sem hafa hrjáð hann áður. Þetta var fyrsti leikur Hannesar með Val.

,,Ég meiddist í þessari heimskulegu tæklingu, ég lenti illa á öxlinni þegar ég var að tækla Steina. Mér er búið að vera illt í öxlinni, ég hef ekki verið að æfa alveg 100 prósent. Ég tók fulla æfingu um daginn og ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu,“ sagði Hannes

Hannes gæti því spilað með Val gegn FH í bikarnum á miðvikudag. ,,Það er ekki nema að annað komi í ljós, ég er klár í slaginn.“

Hannes var í banni í fyrstu umferð Pepsi-Max deildarinnar þegar Valur gerði 3-3 jafntefli við Víking. ,,Það var frekar leiðinlegt að vera í stúkunni, ég var spenntur að koma inn í þetta Maður reynir að taka það góða úr þessu, það var gaman að mæta á völlinn og hitta fólk.“

Sögurnar um meiðsli Hannesar voru ýktar, sumir höfðu talað um að hann myndi ekki spila í maí. ,,Þetta eru ekki alveg réttar sögur, ég meiddist í öxlinni en er klár núna.“

Hannes gekk í raðir Vals í apríl frá Qarabag, en koma hans til landsins er hvalreki fyrir íslenskan fótbolta. Eitt stærsta nafnið í íslenska landsliðinu en Hannes gerði fjögurra ára samning við Val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira

Undirbúa sig undir rosalegt tilboð frá Liverpool en vilja meira
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum

Sjáðu myndbandið – Virðast hafa verið mjög alvarleg brögð í tafli í drættinum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann

Ten Hag fór til Manchester og sótti leikmann
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs

Þrjár útgáfur af byrjunarliði Arsenal með Eze innanborðs
433Sport
Í gær

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða

Skytturnar ekki enn hættar á markaðnum – Skoða annan sem kostar tæpa sex milljarða
433Sport
Í gær

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ

Bjarni efins um að íslenska þjóðin átti sig á stöðunni – Skorar á KSÍ