Emmanuel Adebayor, fyrrum leikmaður Arsenal, þurfti oft á tíðum að spila við varnarjaxlinn Nemanja Vidic.
Vidic er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United og myndaði frábært varnarpar með Rio Ferdinand.
Vidic var alltaf mjög harður í horn að taka og hefur Adebayor aðeins tjáð sig um hvernig var að mæta honum.
,,Vidic var harðjaxl, hann var grófur og þetta var eins og að hlaupa á stein,“ sagði Adebayor.
,,Hann gat stöðvað framherja með einum fingri. Hann labbaði á þig og bað þig fyrirgefningar, hann sparkar í þig og gerir það aftur.“
,,Hann öskrar svo harkalega á þig að lítil hráka fylgir. Þessi gaur var tilbúinn að drepa.“