Spænski landsliðsmaðurinn David de Gea hefur heldur betur upplifað erfiða tíma undanfarnar vikur.
De Gea leikur eins og flestir vita með Manchester United sem spilar nú við Chelsea.
Staðan í leiknum er 1-1 þessa stundina en Marcos Alonso jafnaði metin fyrir Chelsea fyrir lok fyrri hálfleiks.
Antonio Rudiger átti skot af löngu færi sem fór beint á De Gea en hann missti boltann til Alonso.
Þetta eru ekki fyrstu mistökin sem De Gea gerir síðustu vikur en hann hefur lengi verið talinn einn öflugustu markmaður heims.