Það fór fram ótrúlegur leikur á Englandi í dag er Leeds og Aston Villa áttust við í toppslag.
Bæði lið stefna að því að komast upp um deild en leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Elland Road í dag.
Mörk leiksins voru hreint út sagt ótrúleg og það sem gerðist eftir að Leeds hafði komist yfir á 72. mínútu.
Mateusz Klich kom Leeds yfir á 72. mínútu en hann skoraði eftir mjög umdeilda sókn heimamanna.
Leeds þóttist ætla að sparka boltanum úr leik þegar leikmaður lá í grasinu en endaði á því að sækja hratt upp völlinn og skora.
Þá varð allt vitlaust á vellinum og rifust leikmenn og slógust áður en dómarinn og öryggisverðir þurftu að taka á málunum.
Ahmed El-Ghazi fékk að líta rautt spjald hjá Villa eftir lætin og fengu þeir Conor Hourihane og Patrick Bamford báðir gult.
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds og Dean Smith, stjóri Villa, rifust á hliðarlínunni enda var markið heldur ófagmannlegt.
Að lokum skipaði Bielsa sínum mönnum að leyfa Villa að jafna metin og tókst það að lokum.
Varnarmaðurinn Pontus Jansson vildi þó ekki gera það sem stjóri sinn bað um og reyndi að stöðva mark Villa á meðan aðrir leikmenn horfðu á.
Hér má sjá þessa vitleysu.
Here is the disgusting #LUFC goal. #scum #avfc pic.twitter.com/rLkIs9SNYk
— avfchistory (@avfchistory) 28 April 2019
Pt2 pic.twitter.com/rXkp30bzc7
— Joseph (@Josephbrownie17) 28 April 2019
Villa goal #lufc #utv pic.twitter.com/h7P7psIV7b
— Joseph (@Josephbrownie17) 28 April 2019