fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Ótrúlegustu mínútur tímabilsins: Blekktu andstæðinginn og skoruðu – Allir nema einn leyfðu þeim að jafna

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2019 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram ótrúlegur leikur á Englandi í dag er Leeds og Aston Villa áttust við í toppslag.

Bæði lið stefna að því að komast upp um deild en leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Elland Road í dag.

Mörk leiksins voru hreint út sagt ótrúleg og það sem gerðist eftir að Leeds hafði komist yfir á 72. mínútu.

Mateusz Klich kom Leeds yfir á 72. mínútu en hann skoraði eftir mjög umdeilda sókn heimamanna.

Leeds þóttist ætla að sparka boltanum úr leik þegar leikmaður lá í grasinu en endaði á því að sækja hratt upp völlinn og skora.

Þá varð allt vitlaust á vellinum og rifust leikmenn og slógust áður en dómarinn og öryggisverðir þurftu að taka á málunum.

Ahmed El-Ghazi fékk að líta rautt spjald hjá Villa eftir lætin og fengu þeir Conor Hourihane og Patrick Bamford báðir gult.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds og Dean Smith, stjóri Villa, rifust á hliðarlínunni enda var markið heldur ófagmannlegt.

Að lokum skipaði Bielsa sínum mönnum að leyfa Villa að jafna metin og tókst það að lokum.

Varnarmaðurinn Pontus Jansson vildi þó ekki gera það sem stjóri sinn bað um og reyndi að stöðva mark Villa á meðan aðrir leikmenn horfðu á.

Hér má sjá þessa vitleysu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Í gær

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga