fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
433Sport

Ætlaði að kveikja á sturtunni en allt fór úrskeiðis

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. apríl 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ansi skondið atvik átti sér stað um helgina er utandeindarliðin Kidlington og Cheltenham Saracans áttust við.

Liðin áttust við í deildarkeppni en á 73. mínútu leiksins fékk markvörður Kidlington, Julius Muraga rauða spjaldið.

Stuttu eftir að Muraga hafði labbað inn í klefa þá var slökkt á flóðljósum vallarins og þurfti að stöðva leik.

Það var Muraga sem slökkti ljósin á vellinum og var hann um leið ásakaður um að hafa gert það viljandi í reiðiskasti.

Það reyndist hins vegar ekki rétt en markmaðurinn hélt að hann hefði verið að kveikja á sturtunum í búningsklefanum.

Hann ýtti hins vegar á vitlausan takka og slökkti öll ljós óvart. Leikurinn tafðist í um tíu mínútur en Cheltenham vann að lokum 3-1 sigur.



Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það

Real Madrid vill kaupa enska landsliðsmanninn – Þurfa að selja Rodrygo til að fjármagna það
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund

Tilbúnir að setja klásúlu um að þeir verði að kaupa Hojlund
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“

Færsla Mána fór öfugt ofan í fjölmiðlamenn – „Bara ekki vera of full og skítið í klósettin“
433Sport
Í gær

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó

Blikar taka aðeins nauma forystu með sér til San Marínó
433Sport
Í gær

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze

Horfa til Spánar í leit að eftirmanni Eze
433Sport
Í gær

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga

Hojlund klár í að fara frá United en setur eitt skilyrði við félögin sem sýna áhuga