fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
FréttirPressan

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Ritstjórn Pressunnar
Laugardaginn 20. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var ekki lík, DNA-sýni eða játning sem leiddi til handtöku hins 76 ára William Korzon, íbúa í Bucks-sýslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. William þessi er grunaður um að hafa komið eiginkonu sinni fyrir kattarnef árið 1981, eða fyrir 38 árum.

William var handtekinn á fimmtudag en það var ákveðið svar sem hann gaf við spurningum lögreglunnar í yfirheyrslum fyrir skemmstu sem leiddu til handtökunnar. Eiginkona Williams, Gloria Korzon, hvarf sporlaust árið 1981 og hefur William ávallt haldið því fram að hún hafi farið frá honum og sest að á Flórída til að hefja nýtt líf.

Þetta vakti þó ákveðnar grunsemdir hjá lögregla því ekkert hefur spurst til Gloriu í allan þennan tíma. Ekkert gaf til kynna að hún hefði flúið heimilið eða sest að á nýjum stað.

Lögregla hóf rannsókn málsins að nýju á þessu ári og ræddi við William. Spurningin sem á endanum leiddi til handtökunnar var þessi: „Eruð þið búnir að finna líkið?“

Þetta vakti athygli lögreglunnar enda hafði William ávallt haldið því fram að hún hefði yfirgefið heimili þeirra eftir vinnu þann 6. mars árið 1981. William var þekktur ofbeldismaður á sínum tíma og hafði hann lagt hendur á Gloriu áður en hún hvarf. Augu lögreglunnar beindust því að honum þó lögregla hafi átt erfitt með að sanna að hann hafi átt aðild að hvarfinu.

Saksóknarinn í Bucks-sýslu, Matthew Weintraub, segir að lögregla hafi ekki enn fundið líkamsleifar Gloriu en telur engu að síður að ekki sé eftir neinu að bíða lengur. Rökstuddur grunur sé uppi um að William hafi banað eiginkonu sinni og látið verði reyna á málið fyrir dómstólum. Það gæti þó reynst erfitt að ná fram sakfellingu þar sem engin bein sönnunargögn tengja hann við málið.

„Við getum ekki beðið lengur. Fjölskylda Gloriu hefur þurft að bíða nógu lengi,“ segir hann.

Lögregla segir að árið 1967, sama ár og William og Gloria gengu í hjónaband, hafi William hótað að drepa eiginkonu sína. Árið 1968 réðst hann á hana, braut á henni handlegginn og veitti henni áverka í andliti. Í kjölfarið skrifaði hún föður sínum bréf um ofbeldishneigð Williams og ráðlagði honum að opna bréfið ekki nema eitthvað kæmi fyrir hana.

William á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf

Gerði óhugnanlega uppgötvun í garðinum tveimur dögum eftir að eiginmaður hennar hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum

„Ég stundaði kynlíf með bróður mínum“ – Eiginmaðurinn er farinn að taka eftir ýmsum merkjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp

Andrés prins sagður henda þurrkum á gólfið til þess eins að láta þjónustustúlkur taka þær upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð

Órói í kringum Ghislaine Maxwell í nýja fangelsinu – Sögð vera eitruð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum