fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433

Mikkelsen gerði þriggja ára samning við Blika

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sóknarmaðurinn Thomas Mikkelsen hefur krotað undir nýjan samning við Breiðablik í Pepsi Max deild karla.

Mikkelsen kom til Breiðabliks síðasta sumar en hann var aðeins með samning út næsta tímabil.

Eftir frábæra frammistöðu á síðasta ári hefur Mikkelsen gert þriggja ára samning við Breiðablik.

Mikkelsen skoraði 11 mörk í 13 leikjum fyrir Blika í deildinni í fyrra sem er frábær árangur.

Tilkynning Breiðabliks:

Þau frábæru tíðindi voru að berast að danska dýnamítið Thomas Mikkelsen hefur skrifað undir nýjan 3 ára samning við knattspyrnudeild Breiðabliks.

Núverandi samningur átti að renna út eftir þessa leiktíð þannig að Daninn sér sæng sína útbreidda í Kópavoginum næstu árin.

Daninn kom eins og hvítur stormsveipur inn í Pepsí-deildina í fyrra og skoraði 11 mörk í 13 leikjum fyrir Blikaliðið. Það var ekki síst fyrir hans tilstilli sem Breiðablik náði öðru sæti í deildinni og komst í úrslit í Mjólkurbikarnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld

Sjáðu myndbandið: Slæm mistök markvarðarins leiddu til marks í Mosfellsbæ í kvöld
433
Fyrir 16 klukkutímum

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins

Lengjudeild karla: Óvænt úrslit í leikjum kvöldsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við

Hrafnkell telur þetta ástæðuna fyrir að Íslendingar bregðist svona við
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?