fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025

Gjaldþrot WOW blessun í dulargervi ?

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. mars 2019 12:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að einn maður óski þess heitast öðrum fremur að WOW air fari á hausinn. Illt er að gera einhverjum upp slíkar hugsanir, en auðveldlega er hægt að réttlæta það með þeim rökum að gjaldþrot WOW muni stuðla að bættri heilbrigðisþjónustu og lægri dánartíðni sjúklinga.

Vandamál Landspítalans hafa verið mörg undanfarin ár, en skortur á hjúkrunarfræðingum er eitt það alvarlegasta, sem leitt hefur af sér fækkun á opnum sjúkrarúmum og lokunum sérhæfðra bráðamóttaka. Allt með þeim afleiðingum að dánartíðni sjúklinga hefur aukist, sem og tíðni endurinnlagna, en samkvæmt rannsóknum er fylgni milli dánartíðni og skorti á hjúkrunarfræðingum, þar sem umönnun er ábótavant.

Og hvernig tengist þetta sennilegu gjaldþroti WOW air ?

Jú, hjúkrunarfræðingar streymdu til Skúla Mogensen í WOW air vegna lágra launa hjá Landspítalanum og gerðust flugfreyjur. Strax árið 2014 fór fimmti hver nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur til starfa sem flugfreyja, enda störfin á margan hátt svipuð; að bæta úr líðan fólks með vímugjöfum, ýmist í formi lyfja eða áfengis.

Nú, þegar dagar WOW virðast taldir, er því von á að einhverjar flugfreyjur fáist til starfa sem hjúkrunarfræðingar.

Orðið á götunni er að Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hugsi sér því gott til glóðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum

Fyrsti leikur Gyokores er líklega á morgun – Fær að kynnast grannaslagnum
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“

Jón Trausti svarar Bjarnheiði fullum hálsi – „Ferðaþjónusta er ekki einkamál þeirra sem starfrækja hana“
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi

Lúðvík valdi hóp sinn fyrir mót í Ungverjalandi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði

Landlæknir varar við fegrunarmeðferðum með ólöglegu bótoxi – Tilkynnt um alvarlegar eitranir síðustu mánuði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit

Ekkjan nær óþekkjanleg á nýjum myndum – Með hvítmálað og sorgmætt andlit
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“