fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Óvæntur afli gæti kostað lífstíðardóm

Thomas Breeding fann dularfullan pakka í hafinu – Innihaldið var milljónavirði

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 5. febrúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta atvik breytti lífi mínu og gerði mig meðvitaðri um þær hættur sem geta leynst úti á rúmsjó,“ segir Thomas Breeding, 32 ára sjómaður í Panama City á Flórída í Bandaríkjunum. Thomas þessi gæti verið á leið í lífstíðarfangelsi eftir að hafa tekið afdrifaríka ákvörðun eftir veiðiferð í Mexíkóflóa í janúar í fyrra.

Grunsamlegur pakki

Þennan dag fann Thomas, sem var skipstjóri á litlum línubáti, grunsamlegan pakka í sjónum undan ströndum Bandaríkjanna, nánar tiltekið í Mexíkóflóa. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða kókaín, alls tuttugu kíló. Í stað þess að koma efnunum í hendur lögreglu tók Thomas þá afdrifaríku ákvörðun að reyna að koma efnunum í umferð í von um skjótfenginn gróða. Það hefði hann betur látið ógert.

Thomas var á veiðum undan ströndum Bandaríkjanna í janúar í fyrra þegar hann rakst á pakkann.
Á veiðum Thomas var á veiðum undan ströndum Bandaríkjanna í janúar í fyrra þegar hann rakst á pakkann.

Stórfellt misferli

Breeding var í hópi fimm manns sem lögreglan handtók í fyrrasumar vegna gruns um stórfellt fíkniefnamisferli. Eftir að Thomas kom í land með efnin hafði hann samband við einstaklinga sem höfðu reynslu af sölu fíkniefna. Fjórmenningarnir sem Thomas nálgaðist töldu sig geta komið kókaíninu í verð og átti Thomas að fá hluta af hagnaðinum. Áætlanirnar fóru út um þúfur því lögreglan komst á snoðir um málið og voru allir fimm handteknir í kjölfarið. Í frétt Panama City News Herald kemur fram að allir hafi játað sína aðild að málinu og bíða þeir nú dóms í málinu sem fellur þann 16. febrúar næstkomandi.

Fólk átti sig á hættunni

„Ég vil að fólk viti af þessari hættu og viti hvað það á ekki að gera ef þeir lenda í sömu aðstæðum og ég,“ sagði Breeding í bréfi sem hann skrifaði Panama City News Herald. Ekki er talin ástæða til að rengja það að Thomas hafi fundið pakkann fyrir tilviljun en ásetningur hans um að koma efnunum í umferð er litinn mjög alvarlegum augum af saksóknurum vestanhafs, enda var magnið mikið og mikils virði. Hámarksrefsing fyrir brot af þessu tagi er lífstíðarfangelsi eins og fyrr segir.

Harðduglegur sjómaður

Í bréfi sínu til Panama City News Herald segir Thomas að hann hafi verið á veiðum um 80 kílómetra frá landi þegar hann rakst á pakkann í hafinu. Hann segist hafa talið að innihald hans, kókaínið, myndi breyta lífi hans til frambúðar. Það hefur sannarlega gengið eftir en ekki á þann veg sem Thomas ætlaði. „Ég vissi ekki hvaðan kókaínið kom og hef aldrei verið viðriðinn fíkniefnaviðskipti áður. Ég var bara harðduglegur og ungur sjómaður,“ segir hann en þess er þó getið að Thomas hafi áður hlotið dóm fyrir vörslu fíkniefna. Dómur í málinu fellur um miðjan febrúar sem fyrr segir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur

Byrjunarlið Aston Villa og Chelsea – Palmer mættur aftur
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi