fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Stjörnurnar sem fækkuðu fötum

Störfuðu sem fatafellur áður en þau slógu í gegn í Hollywood

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ungur og óreyndur leikari í hörðum heimi Hollywood. Til að ná endum saman hafa sumir leikarar tekið að sér misvirðuleg störf á milli þess sem þeir mættu í áheyrnarprufur í þeirri von að hafa lifibrauð sitt af leiklist. Hér eru nokkur dæmi um leikara sem störfuðu sem fatafellur áður en leiklistarferillinn í Hollywood fór á flug.

Javier Bardem

Javier Bardem er einn þekktasti leikari Spánar og hlaut hann til að mynda Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki í myndinni No Country for Old Men. Bardem viðurkenndi eitt sinn í viðtali að hann hefði starfað sem fatafella á næturklúbbi fyrir konur meðan hann reyndi að koma leiklistarferli sínum á flug. Starfið entist að vísu bara í einn dag og var móðir hans meðal áhorfenda í salnum. „Hún var mjög stolt,“ sagði hann í viðtalinu og hló.


Brad Pitt

Þessi fjallmyndarlegi leikari starfaði sem fatafella á háskólaárum sínum í Missouri. Pitt tilheyrði hópi innan háskólans sem gekk undir nafninu Dancing Bares og fækkuðu meðlimir hans fötum fyrir áhugasamar konur. Þess má geta að Pitt lagði stund á nám í blaðamennsku í háskólanum.


Chris Pratt

Bandaríski leikarinn Chris Pratt starfaði sem fatafella áður en hann sló í gegn í Hollywood. Pratt er einn eftirsóttasti leikari skemmtanabransans í Hollywood þessa dagana og hefur leikið í ófáum stórmyndum á undanförnum árum. „Ég hafði gaman af því að vera nakinn og hugsaði mér að ég gæti alveg eins haft atvinnu af því og fengið borgað,“ sagði hann í viðtali við Buzzfeed. Kom Pratt einkum fram í gæsapartíum þar sem hann fækkaði fötum fyrir vinkonuhópa.


Lady Gaga

Lady Gaga er þekkt fyrir óheflaða og stundum djarfa framkomu á tónleikum. Gaga starfaði sem fatafella áður en hún sló í gegn sem tónlistarkona. „Ég vann á strippklúbbum þegar ég var 18 ára. Ég vil ekki fara of djúpt ofan í þennan kafla lífs míns en eiturlyf komu við sögu,“ sagði þessi þrítuga söngkona í viðtali ekki alls fyrir löngu.


Channing Tatum

Það kemur kannski fáum á óvart að sjá Channing Tatum í þessari úttekt enda lék hann fatafellu á snilldarlegan hátt í myndinni Magic Mike. Áður en Tatum sló í gegn sem leikari starfaði hann sem fatafella í Flórída og hafði að sögn gaman af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“

Segist hafa valið Arsenal frekar en Manchester City – ,,Meira spennandi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning

Þrjú lið í London hafa boðið Silva samning
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari

Amma á níræðisaldri sögð vera harðsvíraður okurlánari