fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Kynning

Klifurhúsið: Innanhússklifur er frábært sport fyrir krakka og unglinga

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 4. maí 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Yngsti hópurinn er 5 til 6 ára krakkar sem æfa hér einu sinni í viku en svo verðum við með hópa alveg upp í 17 ára í unglingastarfinu,“ segir Benjamín Mokry, framkvæmdastjóri Klifurhússins. Innanhússklifur er frábær íþrótt fyrir börn og unglinga, bæði skemmtileg og styrkjandi.

Benjamín segir að börn séu mjög fljót að tileinka sé þá tækni sem til þarf í innanhússklifur þó að þau hafi minni líkamsstyrk en fullorðnir. Á heimsvísu eru margir flinkustu iðkendur innanhússklifurs á unglingsaldri.

Í sumar, frá annarri viku júlí og inn í miðjan ágúst, verða í boði vikulöng námskeið fyrir 6 til 12 ára krakka, frá kl. 8.oo til 16.00. Haustönnin hefst í september og stendur fram í desember. Svo er aftur boðið upp á námskeið fram í maí.

Enginn munur á getu stráka og stelpna

Að sögn Benjamins reynir klifrið bæði á styrk og liðleika. „Það er enginn munur á getu stráka og stelpna. Þótt strákarnir fari langt á kraftinum þá eru stelpurnar oftast með betri tækni. Hugtakið tækniklifur er þekkt enda eru tækni og liðleiki mikilvægir þættir í þessu sporti.“ Klifrið eflir allt í senn, þol, liðleika og styrk, og hentar fólki á öllum aldri. „Til dæmis getur maður aldrei orðið of sterkur í fingrunum en klifrið eflir mjög fingrastyrk. Það er nokkuð sem fólk er almennt ekki að þjálfa með sér. Fyrsta skiptið er í raun alltaf erfiðast þó svo að sé óneitanlega alltaf skemmtilegt að prófa klifur. En þegar maður byrjar að mæta reglulega í klifur, kannski 2–3 skipti í viku, er maður fljótur að sjá árangurinn og er ótrúlegt hvað sumir hafa náð langt á stuttum tíma,“ segir Benjamín.

Frábært fjölskyldusport

Klifur er fyrir fólk á öllum aldri og fjölmargir fullorðnir æfa og skemmta sér reglulega í Klifurhúsinu. „Klifur er líka gott sport fyrir alla fjölskylduna þar sem allir klifra á sínu getustigi. Ég klifra til dæmis oft með sex ára syni mínum þar sem hann fer leið sem hentar honum og ég fer mína leið við hliðina á honum,“ segir Benjamín.

Nánari upplýsingar er að finna á vefnum klifurhusid.is og á Facebook-síðu Klifurhússins. Skráning á námskeið fer fram í gegnum Nora-kerfið, sjá nánar á klifurhusid.felog.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea