fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Arnar upplifði klikkun á ferlinum: ,,Þurftir að traðka og helst hrækja á þær“

Victor Pálsson
Laugardaginn 23. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Arnar Grétarsson er áhugaverður karakter sem náði langt í knattspyrnu, hann var ungur að árum farinn að vekja áhuga stórliða en vildi ljúka námi.

Arnar lék í níu ár í atvinnumennsku í tveimur löndum. Arnar átti farsælan feril með landsliðinu, þá hefur hann starfað sem yfirmaður knattspyrnumála og sem þjálfari. Saga Arnars er áhugaverð.

Arnar spilaði með gríska félaginu AEK Athens frá 1997 til 2000 en ástríðan þar í landi er gríðarlega mikið.

Grískir knattspyrnuaðdáendur eru gríðarlega blóðheitir og hika ekki við að láta í sér heyra, hvort sem það sé innan eða utan vallar.

AEK er eitt stærsta félag Grikklands en þau sögufrægustu eru stórliðin Olympiakos og Panathinaikos.

Arnar segir að það hafi verið sérstök upplifun að spila þá stórleiki og var ýmislegt sem gekk á fyrir upphafsflautið.

,,Ég held að fyrir knattspyrnumenn þá eru þetta skemmtilegustu leikirnir. Mér hefur alltaf fundist þetta skemmtilegustu leikirnir, þar sem er mikið undir,“ sagði Arnar.

,,Í Grikklandi er alltaf farið á hótel fyrir leiki og annað og undantekningarlaust fyrir þessa leiki þá mættu 100 til 200 stuðningsmenn með blys á æfinguna.“

Stuðningsmennirnir mættu ekki til þess að heilsa upp á eigin leikmenn heldur frekar sýna andstæðingnum óvirðingu.

Það er fátt verra fyrir svo blóðheita stuðningsmenn en að tapa nágrannaslögum eða stórleikjum, eitthvað sem leikmenn fá að finna fyrir.

,,Svo þegar við vorum að labba upp í rútu þá þurftirðu kannski að traðka ofan á skyrtu hjá Olympiakos eða Panathinaikos og helst hrækja á þær, þá voru allir ánægðir.“

,,Auðvitað er þetta klikkað en svona er þetta bara. Þetta var rosalega gaman, við vorum líka á þessum tíma með hörkulið. Við spiluðum á okkar eigin heimavelli alveg fram til 1999 á síðasta árinu. Þá lendum við í jarðskjálftanum og hættum að spila síðustu leikina.“

AEK náði frábærum árangri er Arnar var leikmaður hjá félaginu og var ósigrað í stórleikjum við Panathinaikos og Olympiakos tímabilið 1997/1998.

,,Sá völlur var gryfja. Við náðum 97/98 tímabilið að vera eina liðið sem vann alla derby leikina. Þá unnum við Panathinaikos og Olympiakos í báðum leikjunum. Það hafði ekkert lið náð því á þessum tíma.“

,,Það var enn verið að tala um það, þetta voru þvílíkir leikir. Þegar leikmennirnir þeirra voru í göngunum hjá okkur þá leið þeim ekki vel að fara út.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park