fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Hreinsunarráðið sem er að gera allt brjálað

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 18. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Foreldrar ungra drengja sem eru byrjaðir að venja sig á að pissa í klósettið vita eflaust margir að stundum koma slettur á gólfið og jafnvel bak við setuna. Ef þetta er ekki hreinsað strax getur komið hvimleið lykt sem erfitt er að losna við.

Nú hafa ástralskar mæður fundið lausnina á þessum vanda fyrir fullt og allt og er óhætt að segja að aðferðin hafi vakið talsverða athygli. Samkvæmt ráðinu dugar að úða raksápu á víð og dreif um salernisrýmið og láta hana standa þar í drykklanga stund áður en hún er þrifin upp.

Facebook-hópurinn Mums Who Clean er hópur um fjögur þúsund ástralskra mæðra og þar hefur þetta ráð slegið í gegn. Hafa fjölmargar mæður birt myndir þar sem búið er að dreifa raksápu upp um alla veggi, í orðsins fyllstu merkingu.

„Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir þetta ráð. Ég úðaði raksápu um allt, lét hana standa í nokkra klukkutíma. Ég dreifði úr henni og nuddaði henni á ákveðin svæði. Þegar ég þurrkaði hana upp var lyktin farin,“ segir ein móðirin.

Fjölmargir hafa tjáð sig um ráðið á samfélagsmiðlum, samkvæmt frétt Mail Online, og virðast flestir á því að ráðið virki vel. Samkvæmt þeim sem tjá sig er lykilatriði að láta raksápuna standa í nokkurn tíma, nokkrar klukkustundir jafnvel, áður en hún er þrifin upp.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.