fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Finnst ósmekklegt hvernig Sara Björk og fleiri hafa gengið fram: ,,Ekki smekk­legt að draga aðra niður í svaðið“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 9. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

73. ársþing KSÍ er hafið, en það er haldið á Hilton Reykjavík Nordica. Nokkrar tillögur liggja fyrir þinginu. Þá verður kosið til formanns en í framboði eru Guðni Bergsson og Geir Þorsteinsson.

Guðni hefur fengið stuðningsyfirlýsingu úr nokkrum áttum á síðustu dögum. Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, sem eru lykilmenn í kvennalandsliðinu hafa stutt við bakið á Guðna og gagnrýnt störf Geirs.

Sara Björk hjólar aftur í Geir: ,,Nei, við skulum bara þegja“

Guðni hefur verið formaður í tvö ár en Geir starfaði fyrir sambandið í tæp 25 ár, tíu ár var hann formaður.

Geir er ásakaður um að sýna kvennalandsliðinu lítinn áhuga og hefur sambandið við Guðna verið meira síðan hann tók við starfinu fyrir tveimur árum.

Þá hafa Garðar Örn Hinriksson, fyrrum dómari og Hallgrímur Jónasson, fyrrum landsliðsmaður verið að bauna á Geir. Gagnrýnt störf hans, þetta finnst Jóni Rúnari Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH, miður.

„Ég veit að ég mæli fyr­ir munn margra for­ráðamanna í aðild­ar­fé­lög­um KSÍ þegar ég segi að í aðdrag­anda for­manns­kjörs­ins á ársþingi sam­bands­ins á morg­un, og um­fjöll­un­ar fjöl­miðla um kosn­inga­bar­átt­una und­an­farna daga, hafi hin svo­kölluðu stóru mál fallið í skugg­ann fyr­ir því sem skipt­ir minna máli fyr­ir fé­lög­in sjálf,“ sagði Jón Rún­ar í sam­tali við mbl.is.

Hvað er það sem Jóni finnst miður?

„Þar má nefna landsliðsfólk, fyrr­ver­andi dóm­ara og menn sem hafa verið í stuði allt sitt líf! Að sjálf­sögðu má fólk lýsa yfir stuðningi við hvern sem það vill en það er ekki smekk­legt að draga aðra niður í svaðið um leið, og eins langt frá íþrótta­manns­legri fram­komu og mögu­legt er. Í raun má segja að til­gang­ur­inn hafi helgað meðalið. Það verða að vera mál­efna­legu rök­in sem ráða för.

Mér finnst til dæm­is yf­ir­lýs­ing­ar landsliðskvenn­anna ekki gera neitt annað en að gera lítið úr verk­um Guðrún­ar Ingu Sívertsen, frá­far­andi vara­for­manns KSÍ, sem hef­ur vaðið eld og brenni­stein fyr­ir þess­ar frá­bæru knatt­spyrnu­kon­ur, með fullri virðingu fyr­ir öðrum inn­an stjórn­ar sam­bands­ins.“

Viðtalið við Jón er í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Í gær

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni

Varane þakkar stuðninginn og getur ekki beðið eftir endurkomunni