fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Læknar geta orðið fíklar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 14:24

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknafélag Íslands bendir á að læknar geta orðið fíklar eins og aðrir. Félagið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem brugðist er við frétt Stöðvar 2 um að 500 læknar hafi ávísað lyfjum á eigin kennitölu á árinu 2018. Félagið bendir að í flestum tilvikum hafi verið ávísað í litlu magni og í langflestum tilvikum séu eðlilegar skýringar á ávísunum, til dæmis: „…starfstengdar lyfjaútskriftir lækna sem annast vakta- og vitjanaþjónustu eða þurfa að bregðast við í bráðatilfellum utan heilbrigðisstofnana, en í einhverjum tilvikum lyf til eigin nota. LÍ telur að þær tölur sem fram koma í fréttinni bendi almennt til ábyrgra lyfjaávísana íslenskra lækna…“

Í tilkynningunni er bent á að læknar geti eins og aðrir orðið áfengis- og fíknisjúkdómi að bráð. Ekkert bendi til þess að slíkt sé algengara meðal íslenskra lækna en annarra starfsstétta. Segir einnig í tilkynningunni að í þeim tilfellum þegar læknar fari í meðferð vegna fíknar leggi þeir tímabundið inn leyfi sitt til að ávísa ávanabindandi lyfjum. Einstaka sinnum komi fyrir að fíkn þeirra leiði til sviptingar á réttindum til að ávísa lyfjum, tímabundið eða til lengri tíma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Í gær

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“

Ný rannsókn sýnir að andlitsgrímurnar úr covid faraldrinum eru „tifandi tímasprengja“