fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Tveir í gæsluvarðhaldi fyrir smygl á 3 kg af kókaíni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 14:02

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn sitja nú í gæsluvarhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem nær aftur til ársins 2017. Kókaíin var flutt til Íslands með farþegaflugi og póstsendingum í miklu magni. Tilkynning frá lögreglu um málið er eftirfarandi:

„Tveir sitja í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknar lögregluliðanna á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum á umfangsmiklu fíkniefnamáli, sem teygir anga sína aftur til ársins 2017. Til rannsóknar eru sjö tilvik frá árunum 2017 og 2018 þar sem kókaín var flutt til Íslands með farþegaflugi um Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöll, auk innflutnings með póstsendingum. Samtals er um 3 kg af kókaíni að ræða, en rannsókn lögreglu snýr enn fremur að peningaþvætti.

Tveir til viðbótar voru handteknir í aðgerðum lögreglu fyrir helgina, en þeim var sleppt úr haldi að loknum skýrslutökum. Úrskurður um gæsluvarðhald yfir hinum gildir til 15. febrúar, en annar mannanna var handtekinn í Reykjavík og hinn á Litla-Hrauni. Sá síðarnefndi, meintur höfuðpaur málsins, var handtekinn í lok síðasta árs þegar hann kom til landsins á fölsku nafni og var í framhaldinu gert að afplána dóm vegna annarra mála.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins