fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Vilhjálmur: Sjáðu hvað íslenska fjölskyldan borgar mikið meira en fjölskyldan á Norðurlöndum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 12:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hérna sjáið þið það okursamfélag sem við neytendur þurfum að búa við, en hérna kemur fram að matarkarfan á Íslandi er 40% til 67% hærri en á Norðurlöndunum.“

Þetta segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ. Í gær birtust nokkuð sláandi niðurstöður nýrrar könnunar á matvælaverði þar sem Norðurlöndin voru borin saman.

Niðurstöðurnar sýndu að vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67 prósentum dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Könnunin var gerð í desember síðastliðnum í leiðandi lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna.

Osló næst Reykjavík en samt 40% ódýrari

Í könnuninni var borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Óslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík.

Vilhjálmur bendir á að Íslendingar fari halloka í fleiru en matvælaverði. „Þessu til viðbótar liggur fyrir að neytendur þurfa að greiða frá 70 til 100 þúsundum meira í hverjum mánuði í vaxtagjöld af 30 milljóna húsnæðisláni en neytendur á Norðurlöndunum. Það liggur líka fyrir að 4 manna fjölskylda er að greiða um 150 þúsundum meira í matarkaup og vaxtagjöld miðað við neytendur á Norðurlöndunum.“

Vilhjálmur segir að enginn ætti að vera hissa þó verkalýðshreyfingin setji fram ákveðnar kröfur.

„Svo eru ráðamenn og seðlabankastjóri hissa á að verkalýðshreyfingin þurfi að gera kröfu um hækka laun sem einhverju nemur. Við ráðamenn og atvinnurekendur vil ég segja lækkið okurvextina og matarverð og tölum síðan saman!“

Ferð heim með 7 gulrætur í Svíþjóð en 1 á Íslandi

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands

Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, tjáði sig einnig um niðurstöðurnar á Facebook í gær. Benti hann á lítið dæmi úr könnunni sem sneri að verðmuni á gulrótum. 560 prósenta munur var á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum; hálft kíló hér á landi kostaði 359 krónur en í Stokkhólmi, þar sem verðið var lægst, var verðið 54 krónur. Næst Íslandi var verð í Ósló, 121 króna.

„Þetta eru sjö gulrætur, um hálft kíló. Neytandi sem fer út í búð í Stokkhólmi og kaupir þessar sjö gulrætur borgar fyrir þær um 55 krónur íslenskar. Ef þú ferð út í búð á Íslandi og kaupir gulrætur fyrir 55 krónur ferðu heim með eina af þessum gulrótum. Til að fá þær allar þarftu að borga 360 krónur. Mismunurinn er skattur til hinna ríkustu á Íslandi, sem blóðmjólka almenning í gegnum fyrirtækjarekstur á fákeppnismarkaði. Við borgum meira í skatt til hinna ríku en til ríkis og sveitarfélaga samanlagt. Og fáum ekkert í staðinn.

29 krónur af 100 í okurskatt til auðvaldsins

Gunnar Smári hélt svo áfram að fjalla um þetta á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins þar sem hann sagði að hinn frjálsi markaður gæti ekki rekið bankakerfi á Íslandi og gæti ekki leyst húsnæðiskreppuna hér á landi. Hann spyr hvort hvort hinn frjálsi markaður geti ekki einu sinni selt matvörur skammlaust á Íslandi.

„Fjanda kornið, ef hann getur ekki selt mjólk, brauð, grjón, grænmeti, kjöt og fisk, til hvers er honum þá treystandi? Í hvert sinn sem þið farið út í búð að kaupa í matinn greiðið þið 29 krónur af hverjum 100 í sérstakan okurskatt til íslenska auðvaldsins, örfárra fjölskyldna sem liggja eins og mara á íslensku samfélagi. Það er meira en ríkið tekur í virðisauka til að fjármagna skóla, sjúkrahús og innviði. Örfáar fjölskyldur, líklega ekki fleiri en 250, taka hærri upphæð til sín, sem sinn skerf. Og nota hann til að auka enn völd sín í samfélaginu, tryggja að þær geti enn blóðmjólkað almenning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd