fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Barnsmorðinginn „öskraði á hjálp“ þegar hann var stunginn til bana

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 23:00

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Gaut, sem myrti lítið barn 1985, var í ágúst á síðasta ári ginntur í gildru í íbúð nágranna síns í New Tredegar í Caerphilly í Wales. Þar sátu þrír menn fyrir honum og stungu hann 150 sinnum. Á meðan á árásinn stóð öskraði Gaut á hjálp en það varð honum ekki til bjargar og lést hann.

Málið er nú fyrir dómi í Newport. Þar kom fram að Gaut hlaut lífstíðarfangelsisdóm í júlí 1985 fyrir að hafa myrt 17 mánaða dreng.

Í gær bar David Osborne, einn hinna ákærðu, vitni. Sky segir að hann hafi sagt að hann hafi verið inni í eldhúsi þegar hann heyrði Gaut öskra á hjálp eftir að Ieuan Harley, 23 ára, réðst á hann með hníf. Þriðji maðurinn, Darran Evesham, var sýknaður af morðákæru vegna skorts á sönnunum.

Osborne sagðist hafa heyrt menn rífast og öskra. Harley hafi snúið sér við og kallað Gaut barnaníðing. Síðan hafi hann heyrt djúpa innöndun og hljóð sem líktist einna helst þegar hnífur stingst inn í hold. Hann sagðist ekki hafa þorað að fara fram en hafi látið sig hafa það á endanum. Þá hafi Harley staðið yfir Gaut með blóðugan hníf. Síðan hafi Harley kropið við hlið Gaut og stungið hann margoft.

Osborne sagðist hafa farið á fyllerí í stað þess að hringja í lögregluna eftir að Harley sagði honum að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af, þeir myndu þrífa þetta.

Evesham kom fljótlega á staðinn og hjálpaði þeim að flytja Gaut yfir í íbúð hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin

Stillti sér upp á mynd fyrir eiginmanninn – Andartökum síðar var hún látin
Pressan
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna

9 ára stúlka lést eftir astmakast – Foreldrarnir létu renna í bað í stað þess að hringja á neyðarlínuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman

Hryllilegur dauðdagi Nicole Brown Simpson og Ronald Goldman
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum

Sérfræðingurinn segir að þetta eigir þú að borða á kvöldin ef þig langar að byrja daginn á góðum hægðum