fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Brynjar um húfumálið: „Björn Leví hefur alltaf átt í vanda með að vera klæddur eins og aðrir þingmenn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson segist ekki hafa áttað sig á því að nein sérstök uppákoma væri í gangi þegar tveir þingmenn Pírata, Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, stilltu sér upp með Fokk-ofbeldi húfur á höfðinu, hvort sínu megin við Bergþór Ólason er hann stóð í ræðustól Alþingis í gær. Með því virtust þau vera að mótmælta veru Bergþórs á Alþingi en hann er annar af tveimur mest áberandi aðilum í Klaustursupptökunum, þar sem hann fór meðal annars ófögrum orðum um Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra. Á meðam uppákomunni stóð sat Brynjar í sæti þingforseta en aðhafðist ekkert.

Brynjar segist bara hafa séð Björn Leví með húfu og ekki áttað sig á að neinn gjörningur væri í gangi. Hann segir í samtali við DV:

„Hann hefur áður átt í vanda með að vera klæddur eins og aðrir þingmenn án athugasemda af hálfu þingforseta. Datt fyrst í hug að veðurfarið hefði meiri áhrif á hann en aðra. Var farinn úr forsetastól þegar ljóst var hvaða „sprell“ var í gangi og brást við því í samráði við aðra í forsetanefnd. Kom það í hlut Bryndísar að koma þeim viðbrögðum á framfæri enda tók hún við af mér skömmu eftir þessa uppákomu.“

Spurður um hvað honum hafi eftir á fundist um tiltækið segir Brynjar:

„Það sama og fram kom í yfirlýsingu þingforseta í stólnum, sem var borin undir mig áður en hún var lesin. Að öðru leyti tjái ég mig ekki um þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið