fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Gruna bíræfið þjófagengi um stórfelldan þjófnað úr Fríhöfninni – Einn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á sextugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. mars næstkomandi vegna gruns um ítrekaðan þjófnað á varningi úr Fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þegar hann var handtekinn nú síðast  í flugstöðinni fundust í fórum hans fundust sjö sígarettukarton, áfengi og ilmvötn, samtals að verðmæti um 125 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur sent frá sér.

„Talið er að maðurinn tilheyri hópi manna af erlendum uppruna sem stundi með skipulögðum hætti þjófnað á dýrum varningi úr verslunum í flugstöðinni en þó aðalega á sígarettum. Kom fyrst til afskipta af hópnum í ágúst 2018 og fór þá hluti hópsins af landinu en karlmaðurinn er búsettur hér á landi hefur haldið uppteknum hætti.“

Þá segir í tilkynningunni:

„Stundaði hópurinn að kaupa ódýra flugfarmiða og skrá sig til flugs en í stað þess að fara í flugið lét hópurinn greipar sópa um verslanir í brottfarasal flugstöðvarinnar.  Upp komst þegar háttarlagið þegar tollverðir í flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu ferðir einstaklinga úr hópnum.  Við húsleit heimilum grunaðra lagt hald á mikið magn sígarettukartona og annarskonar varnings sem talin er vera úr verslunum í flugstöðinni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær

Sláandi ásakanir í Rotherham-hneykslinu – Fimm fórnarlömb barnaníðshringja segja að lögreglumenn hafi einnig misnotað þær
Fréttir
Í gær

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum

Hroðaleg meðferð Rússa á liðhlaupum