Þyrla Landshelgisgæslunnar sótti í hádeginu konu sem slasaðist í fjöru við Þorlákshöfn. Var hún flutt á slysadeild Landspítalans. Björgunvarsveitir voru kallaðar út vegna slyssins í hádeginu og var talið að fólk væri í sjónum. Svo reyndist ekki vera heldur var aðeins þessi eina manneskja slösuð í fjörunni, neðan við háa kletta. Björgunarsveitarfólk seig niður til hennar og hlúði að henni. Hún var síðan hífð upp í þyrluna. Ekki hefur komið fram hve mikið konan var slösuð.
Donatas Arlauskas tók myndbandið hér að neðan af björguninni: