fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fréttir

Kuldakastið á enda – hlýrra veður framundan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dregið hefur úr frosti sunnanlands eftir mikla kuldatíð undanfarið en enn er mikið frost fyrir norðan. Á þriðjudag verður mesta kuldakastið liðið hjá og í bili verður hlýrra í veðri á öllu landinu. Þó verður ekki mikill hiti en hann mun sveiflast frá þriggja gráðu frosti upp í þriggja stiga hita. Pistill veðurfræðings á Veðurstofu Íslands um veðurútlitið næstu daga er svohljóðandi:

Talsvert hefur dregið úr frostinu syðst á landinu og eru litlar líkur á að við munum sjá svipaðar tölur þar aftur í bili. Hins vegar sleppir kuldaboli ekki takinu fyrir norðan alveg strax og ef eitthvað hefur hann hert tökin þar.

Á þriðjudaginn verður mesta kuldakastið liðið hjá og við taka mildari tímar, allavega í bili. Samt mun hitinn vera lengst af plús/mínus 3 gráður hjá flestum, þótt vissulega mælist bæði hærri og lægri hita á milli enda sjást oft staðbundin áhrif eins og nýleg stöð í Víðidal í Reykjavík ber með sér. Þar myndast oft svokallaður kuldapollur þar sem kalt loft sígur niður í lægðir en enginn vindur er til að blanda það við mildara loft og með snjó á jörðu verður köld útgeislun snævar enn til að auka áhrifin. Þannig aðstæður hafa myndast nokkuð víða a landinu að undanförnu en nú sem sagt sér fyrir endann á mesta kuldakaflanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“

Ósáttur MBA-nemi fór í stríð við HÍ – „Varstu vísvitandi að ljúga því að mér“
Fréttir
Í gær

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð

Trump kallar eftir að Beyonce verði ákærð