Mikill erill var hjá lögreglu í nótt vegna ölvunar og eru flestir fangaklefar fullir eftir nóttina. Fimmtán ökumenn voru stöðvarir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Meðal annars var maður handtekinn í hverfi 110 sem reyndist vera á stolnum bíl og með fíkniefni á sér. Einnig var maður handtekinn vegna sölu og dreifinar fíkniefna í hverfi 109.
Í miðbænum var maður handtekinn fyrir fyrir brot á áfengislögum og fyrir að neita að segja til nafns, og var hann vistaður í fangaklefa.
Þriggja bíla árekstur varð í miðbænum í nótt og urðu minniháttar meiðsl á fólki.
Leigubílstjóri lenti í vandræðum með farþega sem var óviðuræðuhæfur og var farþeginn vistaður í fangaklefa.