fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Þjófur á Suðurnesjum tók sprettinn: Lögreglumaður hljóp hann uppi og lét hann borga

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. febrúar 2019 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur sem hugðist hnupla ilmvatnsglasi úr verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær tók sprettinn út úr versluninni þegar lögreglumaður mætti á staðinn. Sá síðarnefndi hljóp hnuplarann uppi og var hann látinn borga fyrir ilmvatnið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þá segir lögregla að fyrr í vikunni hafi annar fingralangur einstaklingur reynt að stela fótakremi með því að taka það úr kassanum og skilja umbúðirnar eftir. Viðkomandi var einnig látinn borga kremið sem kostaði nær sex þúsund krónur.

Þá segir lögreglan að nokkrir ökumenn hafi verið kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurnesjum það sem af er vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á yfir 140 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur.

Nokkuð var um umferðaróhöpp en engin alvarleg slys á fólki í þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Í gær

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt