fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Fréttir

Íslendingar í Svíþjóð ákærðir fyrir ólögmæta meðferð á fundnu fé

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. febrúar 2019 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært tvo Íslendinga, karl og konu sem bæði eru búsett í Svíþjóð, fyrir ólögmæta meðferð á fundnu fé. Ákæran var birt í Lögbirtingarblaðinu í gær og eru Íslendingarnir kvaddir til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi.

Þannig er mál með vexti að í ágúst 2014 millifærði starfsmaður Landsbankans fyrir mistök 303 þúsund krónur af VISA-korti konunnar inn á reikning mannsins, að beiðni konunnar. VISA-kort konunnar var án innistæðu og samkvæmt ákæru hefur peningurinn ekki verið greiddur til baka.

Brot af þessu tagi varðar við 246. grein almennra hegningarlaga. „Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Í málinu krefst Landsbankinn bóta að fjárhæð kr. 303.821, auk vaxta,“ segir í ákærunni í Lögbirtingarblaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram

Ólafur spyr af hverju Björn og Davíð séu svona gáttaðir – Morgunblaðið hafi ítrekað haldið þessu fram
Fréttir
Í gær

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“

Aðstöðuleysið við flakið sé vanvirða við þá sem lentu í slysinu – „Ótrúlega löng ganga sem maður fékk lítið fyrir“
Fréttir
Í gær

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi

Kærði 25 ára gamla ákvörðun til að koma í veg fyrir nýja bálstofu í Gufunesi
Fréttir
Í gær

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku

Handtóku mann sem þóttist vera sendiherra – Sagðist vera baróninn af Vestur Arktíku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu

Matarboð í Laugardalshverfi leiddi til heimsóknar frá lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt

Sögðu upp 20 sjómönnum – Skýringin sögð skipulagsbreytingar en formaður stéttarfélagsins segir það fyrirslátt