fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Eyðilandið neðst á Laugavegi og Skólavörðustíg

Egill Helgason
Þriðjudaginn 29. janúar 2019 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gatnamótin þar sem mætast Laugavegur og Skólavörðustígur eru alveg í hjarta borgarinnar. Tvær helstu verslunargöturnar koma þarna saman, svo tekur við Bankastrætið. Maður skyldi ætla að þarna iðaði allt af lífi, verslun og viðskiptum. En svo er þó ekki. Eitthvað hefur gerst, þess valdandi að þessi reitur er nánast eins og eyðiland. Þarna úir og grúir af tómum verslunarrýmum sem virðist ekki vera hægt að selja né leigja út.

Maður getur velt fyrir sér skýringunum? Er leiguverðið alltof hátt? Er offramboð af verslunarhúsnæði á svæðinu? Vantar viðskiptavini? Er komin mettun í túristabúðirnar en aftur á móti skortur á Íslendingum sem leggja leið sína niður í bæ til að versla og sinna erindum? Er mannlífið á þessu svæði orðið of einhæft?

Mikið af þessu er glæsilegt húsnæði þar sem maður skyldi halda að alls konar rekstur gæti dafnað. En einhvern veginn finnst manni ekki líklegt að það gerist í bráð. Hafnartorg opnar eftir fáa mánuði með gríðarmiklu verslanarými og er fullyrt að einhver fyrirtæki hyggi á flutning af Skólavörðustígnum og Laugaveginum þangað niðureftir. Það er ákveðin skipulagsleg þversögn að á Hafnartorgi verður gnótt bílastæða í upphituðum kjallara – svona rétt eins og í verslanamiðstöð í úthverfi – meðan hugmyndin er að loka fyrir bílaumferð á Laugavegi og Skólavörðustíg.

Hér eru nokkrar ljósmyndir sem sýna autt húsnæði neðst á Laugavegi og Skólavörðustíg.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?

Ágúst Borgþór skrifar: Hrausti sjúklingurinn – Erum við að tala niður heilbrigðiskerfið?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“