fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Eyjan

Ragnar Þór gáttaður: Hvernig getur almenningur sætt sig við þetta? – Ný og rándýr glerhöll Landsbankans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:16

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, er ekki sáttur við fyrirhugaða byggingu höfuðstöðva Landsbankans, sem eiga að kosta um 9 milljarða króna. Hann spyr hvort snobbið sé orðið yfirgengilegt þegar slíkur kostnaður er annarsvegar, undir starfsemi sem skili engum verðmætum til samfélagsins:

„Landsbankinn, banki allra landsmanna, stefnir nú á að byggja 16.500 fm. Höfuðstöðvar á dýrasta byggingareit landsins. Kostnaður við framkvæmdina er varlega áætlaður um 9 milljarðar króna og telur bankinn að hann geti fengið um 2 milljarða fyrir þær eignir sem hann ætlar að selja upp í þann kostnað. Hvernig í veröldinni getur almenningur sætt sig við að ríkisbanki telur sig þurfa að staðsetja sig á dýrasta stað bæjarins þegar fyrir liggur að glæsileg 16.000 fm. Skrifstofubygging í Kópavogi ásamt 9.000 fm. Bílakjallara stendur tóm og er til sölu samkvæmt heimasíðu ÞG verktaka á 3,6 milljarða. Er snobbið fyrir fjármálafyrirtækjum orðið svo yfirgengilegt að ekkert dugi nema rándýrar gullslegnar glerhallir á dýrustu stöðum undir starfsemi sem skilar engum raunverulegum verðmætum til samfélagsins?“

spyr Ragnar Þór, en þess má geta að samkvæmt uppgjöri Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2018 námu arðgreiðslur bankans 24,8 milljörðum og eru 99,7 prósent af arðgreiðslum ársins 2018 sagðar renna í ríkissjóð.

Úrelt hugmyndafræði

Ragnar vill að bankar hætti að reisa sér skýjaborgir um úrelta hugmyndafræði og kallar eftir samfélagsbanka að þýskri fyrirmynd:

„Getum við gert þá kröfu, í ljósi sögunnar, að bankar eins og Landsbankinn komi til okkar niður á jörðina og fari að vinna af samfélagslegri ábyrgð í stað þess að reisa sér skýjaborgir um hugmyndafræði sem við samfélagið höfum alfarið hafnað. Við eigum að gera ófrávíkjanlega kröfu um þetta og að bankanum verði breytt í samfélagsbanka í anda þýsku Sparkasse bankanna sem hafa það hlutverk að þjóna og styðja við sitt nærumhverfi, einstaklinga, fjölskyldur og smærri og meðalstór fyrirtæki. Þetta er risastórt hagsmunamál fyrir almenning og fyrirtækin.“

Þá vill Ragnar Þór að almenningur standi í lappirnar gegn þessu „bulli“:

„Erum við virkilega að kalla eftir sölu bankanna og sömu atburðarrás sem fjármálakerfið kom okkur í sem endaði með ósköpum 2008? Eða eigum við sem þjóð að standa í lappirnar gegn þessu bulli sem virðist vera að sigla inn á miður kunnuglegar slóðir?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni