fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Elsku stelpan mín: Fyrirgefðu að ég lét ekki bólusetja þig

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 20. janúar 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsku stelpan mín.

Heimurinn er svo stór, það er svo margt sem ég vil kenna þér, svo margt sem ég vil vernda þig fyrir og svo margt sem ég vil að þú sjáir.

Ég hef gert margt rétt sem mamma. En ég hef líka gert mistök.

Þegar þú fæddist voru flugeldar á lofti og himininn litaður af litadýrð þeirra. Í bókstaflegri merkingu því þú fæddist á gamlárskvöld. Þú neitaðir að bíða fram yfir miðnætti og varðs þar með síðasta barnið sem fæddist 2007. Ég greip um nakin líkama þinn þegar þú komst í heiminn og lyfti þér varlega upp að mér.

Ég lagði þig við brjóst mér, horfði í bláu augun þín og lofaði að vernda þig restina af lífinu.

Ég braut þetta loforð þegar þú varst bara þriggja mánaða. Ég hélt áfram að brjóta það þar til þú varðst sjö ára.

Ég sleppti því að láta bólusetja þig. Ég er mjög leið yfir því.

Vildi vernda þig

Ég get ekki útskýrt hvað það var sem gerði mig svona heimska þegar þú varst svona ný. Ég stóð fast á því að þú skyldir ekki fá bólusetningar því það væru svo mörg hættuleg efni í þeim. Apafóstur, lífrænt kvikasilfur, frostlögur og fleira. Ef þetta er eitthvað sem fólk á ekki að innbyrða, af hverju á þá að sprauta þessu í lítinn barnslíkama? Og af hverju fær lítið barn sama skammt og 150 kg karlmaður?

Ég gat ekki skilið hvernig það átti að vernda frekar en valda skaða.

Ég var samt ekki þannig að ég tryði öllu. Þú hefðir átt að sjá allt það sem ég prentaði út, rannsóknarskýrslur og annað. Við fórum á bókasafnið, þú vafin inn í ull og vel falin í burðarpokanum – því ég hafði jú lofað að vernda þig, kenna þér, sjá um að þér liði vel. Ég las á kvöldin, gúgglaði og varð sífellt sannfærðari um að bóluefni væru ekki fyrir þig.

Höfðinu stungið í sandinn?

Þegar ég fór með þig í ungbarnaeftirlit og skoðanir varð ég að tala kjark í mig sjálfa. Standast þrýstinginn. Standa fast á mínu þegar hjúkrunarfræðingurinn vildi spyrja af hverju ég léti ekki bólusetja. Ég svaraði með latnesku heitunum á bóluefnum, innihaldi og aukaverkunum.

Ég tók við bæklingum um bóluefni, sem voru með mynd af strúti með höfuðið niðri í sandi á forsíðunni. Ég móðgaðist. Ég hafði ekki stungið höfðinu í sandinn, eða hvað?

Hjúkrunarfræðingarnir sættu sig við ákvörðun mína og sögðu að þú þroskaðist vel, varst vel yfir meðallagi í hreyfingum og drakst af krafti úr brjóstum mínum.

Ég verndaði þig og gerði allt rétt, sagði ég sjálfri mér.

Þú svafst ekki á maganum og fékkst eingöngu móðurmjólk fyrstu sex mánuðina. Eftir það fékkstu lífrænan graut og lífræna ávexti. Ég notaði bara blautþurrkur án aukaefna. Það var ekki eðlilegt hvað ég gerði allt rétt.

Þegar aðrir töluðu um bóluefni, lýsti ég andstöðu minni við þau. Ég stóð mig vel í því, vísaði í rannsóknir og fræðimenn.

En núna er samviska mín slæm. Fékk ég aðra til að fylgja fordæmi mínu?

Náði ég að koma orðunum rétt frá mér og vísa til svo misvísandi rannsóknargagna að aðrir foreldrar hafi á endanum fylgt fordæmi mínu og ekki látið bólusetja?

Ég vona ekki

Andstyggilegu bóluefni

Ég hugsaði aldrei illa til þeirra sem létu bólusetja börnin sín, ég hugsaði með mér að það væri þeirra mál. En ég sýndi heldur enga samúð þegar börnin þeirra voru með hita og dofinn handlegg eða læri – andstyggilegu bóluefni – hugsaði ég með mér. Sem betur fer hugsaði ég aldrei heimsku, andstyggilegu foreldrar.

Þú mátt vita það stelpan mín: Allflestir foreldrar vilja börnum sínum aðeins það besta. Ég er engin undantekning. Ég elska þig meira en nokkuð annað í heiminum og ég vona að þú verðir ekki sjálfselsk, verðir með opinn huga gagnvart öllu og öllum. Að þú spyrjir til að öðlast skilning, dæmir ekki og hugsir ekki með þér að aðrir séu minna virði en þú.

Bólan sprakk

Af hverju hef ég skipt um skoðun núna? Af hverju verður að stinga þig svo oft núna?

Jú, af því að bólan mín sprakk. Sífellt fleiri af þeim rannsóknarniðurstöðum sem ég las reyndust vera falsaðar. Voru hlutdrægar og höfðu að markmiði að fá foreldra til að vera á móti bólusetningum.

Sem betur fer lokaði ég aldrei eyrunum fyrir umræðum um bólusetningar. Undanfarið ár hefur verið sífellt meiri umræða um hvernig mislingar, kíghósti og berklar eru farnir að breiðast út. Ég segi alltaf við sjálfa mig að heimurinn sé stór en líklegast verður hann sífellt minni.

Með þessu meina ég, stelpan mín, að við sem lifum á þessari jörð ferðumst mun meira en við gerðum áður. Við ferðumst líka svo langt. Á sumum stöðum hefur fólk ekki efni á bóluefnum því það verður að borga það sjálft. Þar verða foreldrarnir að velja um að gefa börnunum að borða eða að gefa þeim bóluefni. Svona er þetta óréttlátt. Hér heima færð þú bæði mat og bóluefni, allt að því ókeypist. Í löndunum þar sem fólk hefur ekki efni á bólusetningum geta sjúkdómar breiðst út og sýkt fólk. Sumir látast af þeirra völdum.

Verndar einnig aðra

Þú átt að vera stolt yfir að fá bóluefni. Ekki af því að það geri þig að betri manneskju, heldur af því að þú ert heppin. Með stungunum verndar þú ekki aðeins þig sjálfa, þú verndar einnig aðra sem geta ekki fengið bólusetningu vegna annarra sjúkdóma. Þú verndar smábörn sem eru ekki nægilega gömul til að fá bólusetningar.

Það er mikilvægt að bólusetja þig núna því það eru hættulega margir sem gera það ekki. Ég get ekki verið svo heimsk mamma sem treystir á að alþjóðasamfélagið bólusetji sig í svo miklum mæli að þú getir sleppt því.

Foreldrar sem láta ekki bólusetja eru ekki endilega heimskir. Kannski eru það trúarbrögð þeirra sem segja að ekki megi láta bólusetja börnin. Þau eiga kannski barn sem er svo veikt að það er ekki hægt að bólusetja það.

En það eru foreldrar sem neita að láta bólusetja börnin sín af því að þeir telja eðlilegt að börnin þeirra fái mislinga, kíghósta eða aðra hættulega sjúkdóma, mér finnst þeir pínulítið heimskir.

Eða, heimskir er kannski ekki rétta orðið. En fullorðnir geta verið mjög þrjóskir. Þú veist nú hvernig ég verð þegar ég hef ákveðið að þú eigir að bursta tennurnar fyrir háttinn. Þá er ég mjög föst fyrir. Sumir foreldranna sem láta ekki bólusetja börnin sín eru þannig. Þeir hafa tekið ákvörðun. Það finnst mér mjög, mjög heimskulegt.

Þú ert heppin

Eitt það besta við okkur mannfólkið er að við getum skipt um skoðun. Við getum bætt mistök okkar og við getum beðist afsökunar. Það er ekkert að því að gera mistök og það er aldrei of seint að sjá að sér.

Nú hefur þú fengið fyrstu þrjú bóluefnin og þú ert sjö ára. Þú mátt trúa mér, þú munt fá hin bóluefnin líka. Og í hvert sinn sem þú færð eitt mun ég segja þér hversu heppin þú ert.

Þegar þér verður illt í handleggnum daginn eftir, skal ég hugga þig. Um leið skal ég segja þér að verkurinn í handleggnum er mun minni en verkirnir sem fylgja mislingum.

Ég segi þetta ekki til að hræða þig, ég segi þetta til að útskýra hvernig ég vernda þig. Því dag einn þarft þú að fara út í heiminn. Þú vilt sjá allt, segir þú. Og með bóluefnin í líkamanum ertu miklu öruggari.

Fyrirgefðu

Ég er svo leið yfir að hafa ekki látið bólusetja þig fyrr. Ég er leið yfir að hafa ekki elskað þig meira en prinsippin mín. Fyrir að ég ruglaði hugsunarleysi saman við umhyggju.

Ég er svo leið yfir því og ég áfellist þig ekki ef þú skammar mig einhvern tímann út af þessu. Ég verð heldur ekki reið ef þú skammar mig fyrir að segja að þú þurfir að fá eina sprautu til viðbótar.

Ég reyni bara að vernda þig. Fyrirgefðu að ég gerði það ekki fyrr. Ég vona að þú getir fyrirgefið mér.

Kveðjur, mamma.

Þessa grein skrifaði rithöfundurinn Tine Jarmila og birti á vefsíðunni foreldre.no.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt