fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Dánartalan eftir lestarslysið í Danmörku hækkar – Fundu fleiri lík í nótt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. janúar 2019 08:03

Skjáskot af útsendingu TV2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Fjóni í Danmörku hélt fréttamannafund fyrir stundu þar sem farið var yfir stöðu rannsóknar hins hræðilega lestarslyss sem átti sér stað á Stórabeltisbrúnni í gærmorgun. Meðal þess sem kom fram er að tvö lík til viðbótar fundust í lestinni í nótt. Tala látinna er því komin upp í átta en í gær var staðfest að sex hefðu látist og sextán slasast.

Svo virðist sem tengivagn fyrir flutningabíl hafi fallið af vöruflutningalest og á farþegalest sem mætti flutningalestinni á vestanverðri brúnni um klukkan 7.30 í gærmorgun. Tengivagninn lenti á fremsta vagni farþegalestarinnar og létust allir þeir sem sátu vinstra megin í þeim vagni.

Fimm karlar og þrjár konur létust í slysinu. Lögreglan hefur borið kennsl á fjögur lík og unnið er að því að bera kennsl á hin fjögur. Það er erfitt starf að sögn lögreglunnar þar sem líkin eru mjög illa farin, með alvarlega áverka og því þarf að styðjast við tannlæknaskýrslur og DNA-rannsóknir við rannsóknina.

Lögreglan hefur ekki skýrt frá ástandi þeirra sem slösuðust.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur

Ógnvekjandi klámleit Bryans Kohberger áður en hann myrti fjóra vini og samleigjendur
Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?

Morðin í jógúrtbúðinni – Hver myrti fjórar stúlkur fyrir þremur áratugum og af hverju hefur hann enn ekki fundist?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“