fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Alvarlegt umferðarslys við Suðurlandsveg: Klippa þarf menn út úr bílunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 16:45

Suðurlandsvegur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suðurlandsvegur austan við gatnamót við Biskupstungnabraut er nú lokaður eftir árekstur tveggja bíla þar. Kemur þetta fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

„Unnið er að því að klippa út einn aðila úr hvorum bíl. Þeir eru báðir með meðvitund en ekki er vitað frekar um ástand þeirra. Suðurlandsvegur verður lokaður vegna vinnu á vettvangi í einhverja stund. Hjáleið um Eyrarbakkaveg og Þorlákshafnarveg og eins er unnt að komast upp Biskupstungnabraut og yfir hjá Laugarási,“ segir í tilkynningunni sem birt var upp úr klukkan fjögur í dag.

Uppfært: Búið að ná mönnunum úr bílunum

Lögreglan á Suðurlandi uppfærði tilkynningu sína kl. 16:40. Er nú búið að ná slösuðu mönnunum út úr bílunum:

„Búið er að ná fólki úr báðum bílunum og verða báðir fluttir til aðhlynningar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Unnið er að rannsóknarvinnu á vettvangi og verður vegurinn lokaður enn um sinn.“

Uppfært: Suðurlandsvegur hefur verið opnaður að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn

Tólf látnir eftir skotárás – Ótrúlegt myndband sýnir vegfaranda afvopna einn árásarmanninn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta