fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skilti og þakplötur fuku – Maður grýtti bifreið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 05:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá klukkan 19 til 22 í gærkvöldi bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu nokkrar tilkynningar vegna veðurs. Í Kópavogi fuku skilti og þakplötur. Í Grafarholti fauk hurð á bifreið upp. Í hverfi 104 í Reykjavík lét stórt tré undan veðurofsanum og í miðborginni fauk auglýsingadúkur.

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var maður í annarlegu ástandi handtekinn í hverfi 101. Hann er grunaður um eignaspjöll, að hafa grýtt bifreið. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu og var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Á níunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Kópavogi. Tjónvaldur er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja.

Tveir ökumenn voru handteknir í Breiðholti í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar er einnig grunaður um vörslu fíkniefna og hinn um ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið

Ekki víst að Guðmundur Ingi snúi aftur í barna- og menntamálaráðuneytið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“

„Slæmt að sjá unga vinsæla tónlistarkonu nota reykingar sem sjálfsagðan hlut í sínu efni“