fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Eyjan

Klaustursmálið: Sexmenningarnir krefjast myndefnis úr öryggismyndavélum – Vilja sjá hvort Bára hafði samverkamenn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. desember 2018 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klaustursmálinu, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. Var hún boðuð til þinghalds af dómara, þar sem fjórmenningarnir úr Miðflokknum sem voru á upptöku Báru, lögðu fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna í málinu, í gegnum lögmann sinn, Reimar Pétursson.

„Um­bjóðend­ur mín­ir telja frek­lega brotið á rétti þeirra til einka­lífs. Þetta hafi gerst þegar einka­sam­tal á Klaustri var hljóðritað að þeim óaf­vit­andi og gert op­in­bert. Í því hafi fal­ist brot gegn 229. grein al­mennra hegn­ing­ar­laga,“

sagði Reimar.

Hin sýnilegu sönnunargögn eru myndefni úr öryggismyndavélum staða sem eru í nágrenni Klaustur barsins, en Reimar telur myndefnið geta varpað frekara ljósi á umrætt kvöld og skorið úr um hversu „sterkur ásetningur var til brotsins.“

Taldi Reimar að með því mætti sjá hvernig Bára hélt upptökunni leyndri og hvaða aðferðum hún hefði beitt til þess og hvort einhverjir hafi framkvæmt brotið með henni, en Bára hefur ávallt sagst hafa verið ein að verki. Bára skellti upp úr við þessi orð Reimars og gaf þannig í skyn að það væri fáránlegt að halda því fram að einhverjir aðrir væru „samsekir.“

Reimar sagði það einkennilegt að lögmaður varnaraðila mótmælti slíkri beiðni og spurði hverju Bára hefði að „leyna,“ Bára hefði talað um sig sem „boðbera gagnsæis á kostnað einkalífs“ í fjölmiðlum, en þegar spjótin beindust að henni sjálfri, væri viðkvæðið annað. Sagði hann að umbjóðendur sínir, Miðflokksþingmennirnir fjórir, grunuðu að frásögn Báru væri ekki „fyllilega heiðarleg“ og að þeir efuðust um trúverðuleika hennar.

Bára svaraði engum spurningum sjálf.

Auður Tinna Aðalbjarnadóttir, verjandi Báru, tók fram að Bára hefði lýst atvikum ítarlega í viðtali við Stundina, en Reimar svaraði því til að það hefði enga lagalega þýðingu. Reimar minntist einnig á að Bára hefði lýst því yfir að hún væri ekki borgunarmanneskja fyrir greiðslu miskabóta ef til þeirra kæmi og sagði það ástæðu til að kanna hvort einhverjir hefðu verið með henni, en við þau orð fór óánægjukliður um dómssalinn.

Að lokum sagði dómari málsins að úrskurðar væri að vænta fyrir helgi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps

Gylfi Magnússon: Bandaríkjamenn eru sjálfir að borga tolla Trumps
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala

Orðið á götunni: Til hamingju – Eins árs afmæli og verkin tala
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur

Séra Örn Bárður Jónsson: Samtímamenn Jesú skrifuðu Nýja testamentið – Kóraninn meira og minna skáldskapur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni

Sigvaldi Einarsson skrifar: Ísland, Kínverski Drekinn og Evrópski Fíllinn – Við eigum engan annan leik í stöðunni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir

Óttar Guðmundsson skrifar: Sögulegur léttir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross