fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Sport

Ísland mætir Tony Parker og félögum í Frakklandi

Ísland í riðli með Frökkum, Grikkjum, Finnum, Slóvenum og Pólverjum

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 22. nóvember 2016 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að draga í riðla fyrir Eurobasket sem fram fer næsta sumar og mætir íslenska liðið Frakklandi, Grikklandi, Slóveníu og Póllandi auk Finna sem eru gestgjafar. Frakkar voru í efsta styrkleikaflokki en með þeim leika fjölmargir frábærir leikmenn, til dæmis Tony Parker hjá San Antonio Spurs og Boris Diaw hjá Utah Jazz.

Er einn dáðasti körfuboltamaður Frakka. Hann hefur unnið fjóra NBA-titla með Spurs og sex sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar.
Tony Parker Er einn dáðasti körfuboltamaður Frakka. Hann hefur unnið fjóra NBA-titla með Spurs og sex sinnum verið valinn í stjörnulið deildarinnar.

Grikkir verða andstæðingar okkar úr 2. styrkleikaflokki en Grikkir eru eins og Frakkar með ógnarsterkt lið. Þrír leikmenn úr leikmannahópi Grikkja leika í NBA-deildinni, þeirra á meðal er Giannis Antetokounmpo sem skoraði tæp 17 stig að meðaltali í leik fyrir Milwaukee Bucks á síðustu leiktíð.

Ísland var í neðsta styrkleikaflokki fyrir dráttinn og því ljóst að andstæðingar okkar yrðu býsna öflugir. Mótið fer fram næsta sumar en þetta er í annað skiptið í röð sem Ísland verður meðal þátttökuþjóða. Síðast stóðu strákarnir sig með prýði og veittu andstæðingum sínum harða keppni, þó allir leikirnir hafi tapast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?

Arsenal búið að bjóða nýjan samning – Vill hann halda áfram?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins

Stórstjarnan skorar utan vallar þrátt fyrir erfiðleikana í vinnunni – Talin vera ein fallegasta kona landsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa

Eru í þriðju deild en stefna gríðarlega hátt – Verður stærri en völlur Chelsea og Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“

Afsakar frammistöðu Onana og kennir varnarmanni United um – ,,Setur hann í vandræði frá fyrstu mínútu“
433Sport
Í gær

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér

Nýtt sjónarhorn úr myndavél KR sýnir framkomu Smit betur – Hrindir einu barni nokkuð harkalega frá sér
433Sport
Í gær

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu

Mikið fjör í Þýskalandi þegar Real kom í heimsókn – Bæði lið fengu vítaspyrnu