fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Var orðin 35 kíló þegar hún gafst upp: „Ég æfði tíu tíma á dag og missti kílóin hratt“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og tveggja ára gömul ballett dansari sem þjáðist af mjög alvarlegu tilfelli af anorexíu var orðin aðeins 35 kíló þegar hún gafst upp og leitaði sér hjálpar.

Megan Brewer fékk tækifæri til þess að ferðast um og sýna með dansfélagi á sama tíma og hún var í dansnámi. Fljótlega var Megan, sem er frá Lincoln, farin að æfa sig í tíu klukkutíma á dag og komin með þráhyggju fyrir því sem hún borðaði. Samkvæmt DailyMail lifði Megan á lyfjum sem innihéldu koffín ásamt því að drekka um níu kaffibolla á dag, bara til þess að komast í gegnum daginn.

Megan sem ólst upp á heimili þar sem sjaldan var borðaður óhollur matur og vel var haldið utan um hreyfingu og næringu var aðeins átta ára gömul þegar hún fór að hugsa leiðir til þess að verða eins mjó og hún gat. Þegar Megan varð eldri eyddi hún oft miklum tíma í því að velta fyrir sér kaloríu inntöku og grét hún reglulega að spegilmynd sinni. Þegar Megan var orðin átján ára gömul fór hún í ræktina að minnsta kosti einu sinni á dag, fór í tvo yoga tíma, Hiit tíma, brennslu tíma ásamt því að æfa sig fyrir maraþon. Þetta gerði hún fyrir utan allar dansæfingar.

Faðir hennar grét þegar hann sá hana

Það var ekki fyrr en Megan áttaði sig á því að hún var búin að þróa með sér fóbíu fyrir mat og sá föður sinn gráta yfir útliti hennar sem hún ákvað að leita sér hjálpar.

„Báðir foreldrar mínir höfðu mikinn áhuga á hreyfingu og heilsu sem ég lærði og færði í öfga. Ég man að ég hneykslaðist á óhollum mat alveg frá því að ég var mjög ung, svo sem snakki og pizzu. Ég sagði að mér fyndist það vont til þess að ég þyrfti ekki að borða það,“ segir Megan sem er í dag orðin rúmlega 52 kíló og hefur lært að eiga í eðlilegu sambandi við mat.

„Ég var með þráhyggju yfir öllum mælingum þegar ég var með vinum mínum í dansinum. Þegar það var verið að mæla á okkur búninga og þess háttar þá leið mér alltaf eins og ég væri í keppni. Hver væri minnstur. Ég var mjög ung þegar ég var orðin meðvituð um hvernig líkami minn leit út. Þegar ég var aðeins fimmtán ára gömul keypti ég mér kort í ræktinni og notaði ég það ef ég var í uppnámi. Í kringum þennan tíma þá gerði ég æfingar í laumi áður en ég fór að sofa og hafði þráhyggju yfir magavöðvum mínum og mælingum. Ég gerði endalausar æfingar sem ég hafði lært í dansinum.“

Var hrósað fyrir útlit sitt þegar hún grenntist

Þegar Megan var átján ára gömul hóf hún nám við dansskóla í London og fann hún fyrir gríðarlegri pressu.

„Hægt og rólega þróuðust matarvenjur mínar og urðu óeðlilegar. Á öðru árinu mínu í skólanum þróaði ég með mér kvíða og þunglyndi þar sem ég upplifði mikla pressu í skólanum. Ég varð mjög meðvituð um það sem ég borðaði og æfði ég mjög mikið og borðaði salat. Þá fór ég að taka eftir því að ég léttist. Á þriðja árinu mínu fór hegðunin út í mikla öfga. Ég æfði tíu tíma á daga og missti kílóin hratt. Í hádegismat borðaði ég oft nokkrar rískökur, spínat og sellerí og í kvöldmat fékk ég mér salat. Ég fékk mér svo próteindrykki til þess að halda mér gangandi. Mér var hrósað fyrir útlit mitt og fyrir það að grennast. Ég hafði vöðva á líkamanum en enga fitu.“

Þegar Megan útskrifaðist úr dansskólanum árið 2017 breyttist hreyfing hennar mikið þar sem hún æfði ekki dans á hverjum degi. Vegna þess þá hóf Megan að refsa sjálfri sér með því að neita sér um mat.
„Ég var ekki að hreyfa mig eins mikið og því fannst mér ég ekki eiga mat skilið. Ég borðaði bara hreint prótein og grænmeti. Brjálæðislega hræðsla mín við mat varð að fóbíu og ég hætti að hitta fólk og hætti að drekka. Ég var orðin hrædd við mat og kaloríur. Þegar ég fór að vinna í skólanum var ég komin með hjartsláttatruflanir, svima og datt reglulega.“

Matur og þyngd eru bara einkenni

Megan ákvað að fara helgarferð heim til foreldra sinna og þegar faðir hennar náði í hana fékk hann áfall og grét.

„Hann grét þegar hann sá hversu mjó ég var orðin.“

Megan leitaði sér aðstoðar í kjölfarið og var hún lögð inn. Í dag skiptir það hana miklu máli að sýna fólki að þyngd sé ekki endilega það sem skiptir máli þegar kemur að fólki með anorexíu. Það sé ekki endilega það sem fólk einblíni á.

„Ég var búin að búa til allskonar reglur í kringum matarvenjur mínar sem ég mátti ekki brjóta. Í dag sé ég að það er allt er í lagi í hófi. Átraskanir snúast ekki endilega um þyngd fólks. Jú, ég leit út eins og manneskja með anorexíu, en fólk getur haft sjúkdóminn anorexíu í huganum án þess að líkami þeirra líti þannig út. Það þarf að fræða fólk um þennan sjúkdóm svo þeir geti stutt við aðra. Þetta eru andleg veikindi og matur og þyngd eru bara einkenni sem stjórnast af því hversu vel sjúkdómurinn stjórnar þér.“

Megan stofnaði síðuna Perfectly-Imperfect-You ásamt reikning á Instagram undir sama nafni þar sem hún leyfir fólki að fylgjast með ferli sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?

Fyrrum markvörður Arsenal á leið til Chelsea?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Hann er að sofa hjá yfirmanni sínum sem er 25 árum eldri og kynferðislega óseðjandi – Hérna er vandamálið

Hann er að sofa hjá yfirmanni sínum sem er 25 árum eldri og kynferðislega óseðjandi – Hérna er vandamálið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.