fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Fimmhundruð þúsundasta eintak Arnaldar fundið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. nóvember 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir útgáfu nýjustu bókar Arnaldar Indriðasonar, Stúlkan hjá brúnni, fór Forlagið af stað með leik í tilefni þess að fimmhundruðþúsundasta eintak af bókum Arnaldar myndi seljast skömmu eftir dreifingu.

Gullmiða var komið fyrir í einu eintaki af bókinni áður en hún fór í búðir og handhafi miðans skyldi gefa sig fram til Forlagsins. Vinningshafi leiksins var Halldór Sigurðsson frá Þorlákshöfn, en sonur hans gefur honum nýjustu bók Arnaldar ár hvert.

Athöfnin átti sér stað í Pennanum Eymundsson Smáralind þar sem bókin var keypt. Þar afhenti Arnaldur sjálfur Halldóri vinningsumslagið sem innihélt gjafabréf til lúxusgistingar á Tower Suites í Borgartúni, kvöldverðar á Skelfiskmarkaðnum og miða í Þjóðleikhúsið, allt fyrir tvo. Eftir að afhendingunni var lokið áritaði Arnaldur svo eintak af bókinni fyrir Halldór.

Stúlkan hjá brúnni fór beint í fyrsta sæti á Bóksölulistanum 1.-20. nóvember auk þess sem hún hefur fengið frábæra dóma gagnrýnenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli