fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Sjötug kona á Akranesi stakk tengdason sinn meðan dóttir hennar var í útlöndum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 22. nóvember 2018 15:51

Vinslit Hauks og Bjarna má rekja til uppgjörsins á Akranesi - Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötug kona frá Akranesi hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 14. desember næstkomandi. Hún er grunuð um hafa stungið tengdason sinn þann 10. nóvember síðastliðinn. Þegar lögregla kom á vettvang blæddi mikið úr manninum meðan konan viðurkenndi að hafa stungið tengdason sinn. Hún hefur síðan breytt framburði sínum og neitað sök í yfirheyrslu hjá lögreglu.

Í úrskurði kemur fram að sambýliskona mannsins hafi verið stödd erlendis og átti konan að passa barnabarn sitt. Maðurinn segir að tengdamóðir sín hafi verið mjög ölvuð þegar atvikið átti sér stað. „Brotaþoli hafi gefið skýrslu hjá lögreglu og greint frá því að þegar hún hafi komið heim um klukkan 18:00 hafi kærða verið mjög ölvuð og að drekka whiskey. Hafi brotaþoli sagst hafa gert athugasemdir um að hún væri að sinna barninu svona ölvuð. Lögreglan hafi komið að húsinu fyrr um kvöldið vegna þess að faðir barnsins hefði hringt eftir lögregluaðstoð. Hann hefði hringt af því að barnið hefði hringt í hann og kvartað yfir ölvun kærðu. Lögreglumenn hafi tekið eftir ölvunarástandi kærðu. Brotaþoli hafi virst í lagi þótt hann hafi viðurkennt að hafa drukkið bjór. Barnið sagst ekki vera hrætt af því að brotaþoli væri kominn heim. Hafi lögregla þá farið af vettvangi,“ segir í úrskurði.

Konan mun hafa reiðst yfir þessu. „Brotaþoli segi kærðu hafa ásakað sig um að hafa hringt í lögregluna og kvartað undan ölvun hennar. Hafi kærða að lokum sofnað í sófanum í stofunni. Sjálfur segist brotaþoli hafa farið að sofa um kl. 22:00 og þá hafi barnið verið sofnað. Hann hafi svo vaknað við það að kærða hafi verið komin inn í herbergið og búin að kveikja ljós. Hún hafi öskrað að lögregluheimsóknin fyrr um kvöldið væri honum að kenna. Segist brotaþoli hafa gengið að henni og ætlað að færa hana út úr herberginu en þá fundið stungu og honum hafi byrjað að blæða. Kærða hafi þá gengið í burtu. Hann hafi þá ætlað að hringja í sambýliskonu sína, en ekki fundið farsíma sinn. Hann hefði farið inn í stofuna og hringt úr heimasímanum í farsímann. Þá hefði hann fundið farsímann og spjaldtölvuna sína undir sófanum í stofunni. Rannsókn lögreglu á símtölum í og úr farsíma brotaþola styðji framburð brotaþola um þessa atburðarás. Hann fullyrði að á meðan hann hafi verið sofandi hafi varnaraðili fjarlægt bæði símann og spjaldtölvuna úr svefnherberginu þar sem hann svaf,“ segir í úrskurði.

Maðurinn var síðar fluttur á sjúkrahús en hann reyndist ekki vera í lífshættu, þrátt fyrir að hnífurinn hafi stungist allt að 20 sentímetra inn í brjóstkassa hans. Búið var að stinga á tvö hjólbarða bíls hans og liggur tengdamóðir hans undir grun um að hafa gert það.

Konan hefur neitað sök í skýrslutök hjá lögreglu en frásögn hennar stangast á sönnunargögn í málinu. „Kærða hafi tvisvar gefið skýrslu hjá lögreglu og hafi hún sagt frá á svipaðan máta í bæði skiptin. Hún neiti sök, en frásögn hennar sé þó óljós og mjög ófullkomin, auk þess sem framburður hennar stangast verulega á við annað sem fram hafi komið við rannsókn málsins,“ segir í úrskurð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?