Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið frábær fyrir lið Everton á tímabilinu og hefur jafnvel verið besti leikmaður liðsins.
Leon Osman, fyrrum leikmaður Everton, er hrifinn af Gylfa og nýtur þess að horfa á sitt fyrrum félag spila.
Gylfi var í töluverðum vandræðum á sínu fyrsta tímabili en Osman telur sig vita af hverju frammistaðan hefur batnað,
,,Þú horfir spenntur á okkur spila þessa stundina. Við erum að skapa færi til að skora og ég stend upp úr sætinu þegar ég horfi. Ég nýt þess,“ sagði Osman.
,,Gylfi er stórkostlegur leikmaður. Ég er mjög ánægður með að hann sé að spila svo vel og er fullur sjálfstrausts.“
,,Þegar þú ert eins leikmaður og hann þá þarftu leikmenn í kringum þig sem ná því besta úr þér. Þú vilt spila með fótboltamönnum.“
,,Richarlison og Theo Walcott hafa gefið honum tækifæri á að gefa boltann inn fyrir vörnina, á hraða leikmenn.“