fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fréttir

Kettlingar eru ekki hentugir í jólapakkann: „Að fá sér kött er stór ákvörðun“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 20:32

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kattholt beinir þeim skilaboðum til fólks að gæludýr eru ekki jólagjöf sem hægt er að skila eða skipta ef viðkomandi líst ekki á gripinn. Kattahaldi fylgi mikil ábyrgð en kettir geta lifað í allt að 15 ár og stundum lengur.

Á facebooksíðu Kattholts segir að margir reyni að „skila“ kettlingum eftir áramót.

„Oft er það skyndiákvörðun að kettlingur er valinn sem jólagjöf. Það kemur oft þiggjanda á óvart að fá dýr og kemur í ljós að hann hafi ekki viljað dýr, sé ekki tilbúinn að annast það eða vill velja sinn eiginn kettling sjálfur.

Það er mikið annríki hjá fólki um jól og áramót og því er þetta oftast ekki heppilegur tími, nema það sé hreinlega búið að ákveða að taka að sér kött og er tilbúið að skuldbinda sig. Að fá sér kött er stór ákvörðun og þarf að hugsa til enda. Börn eiga ekki að bera ábyrgð á ketti á heimilinu,“

segir jafnframt í tilkynningunni og þá er fólki bent á að koma frekar í Kattholt eftir áramót og velja sér kött.

„Það er oft sagt að kötturinn velji sér eiganda og því er sú leið mun betri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu

Síbrotakonan í Bríetartúni sögð hafa barið karlmann með kúbeini – Á yfir höfði sér útburð úr húsinu
Fréttir
Í gær

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl

Enn á ný finnast bensínbrúsar í yfirgefnum bíl
Fréttir
Í gær

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“

Fjölskyldan setti sér skýrar reglur um skjánotkun: „Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili“
Fréttir
Í gær

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu

Þúsundir Norður-Kóreumanna sendir til Rússlands í hálfgerða þrælavinnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum

Lögmaður segir algengt að foreldrar misnoti vald sitt og kallar eftir harðari viðurlögum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“

Biðjast afsökunar á nýja sendiherranum á Íslandi – „Mér þykir þetta svo leitt“