fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
433Sport

Úr ensku úrvalsdeildinni til Íslands: Íslenska sólin og engin ofurlaun

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir góðir knattspyrnumenn sem hafa leikið hér á landi bæði í meistaraflokki karla og kvenna.

Sumir leikmenn eru þó þekktari en aðrir og ætlum við hér á 433.is að fjalla aðeins um söguleg skipti í íslenskri knattspyrnu.

Það eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað á meðal þeirra bestu en undir lok ferilsins ákváðu þeir að reyna fyrir sér á nýjum stað.

Það er alltaf freistandi að takast á við nýjar áskoranir á spennandi stað þó að deildin hér á landi sé ekki á meðal þeirra bestu í Evrópu.

Næstur í röðinni er markvörðurinn goðsagnarkenndi David James sem lék hér á landi í eitt tímabil.

James er nafn sem allir þekkja en hann er fjórði leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 572 leiki á bakinu.

Glæstur ferill: Kynntist Íslendingi hjá Portsmouth

James fæddist þann 1. ágúst árið 1970 en hann er uppalinn hjá liði Watford. Hann spilaði 89 deildarleiki með félaginu frá 1988 til 1992.

Hann vakti athygli fyrir frammistöðu sína þar og var keyptur til Liverpool. Þar spilaði james yfir 200 deildarleiki og vann enska deildarbikarinn árið 1995.

James var hjá Liverpool í sjö ár en samdi síðar við Aston Villa, West Ham, Manchester City, Portsmouth, Bristol City og Bournemouth.

Hann vann tvo titla á löngum ferli en ásamt sigri í deildarbikarnum vann hann FA bikarinn með Portsmouth árið 2008.

James var einnig lengi aðalmarkvörður enska landsliðsins og spilaði 53 leiki frá 1997 til 2010.

Hjá Portsmouth kynntist James fyrrum landsliðsmanni Íslands, Hermanni Hreiðarssyni og náðu þeir vel saman.

James og Hermann léku saman í þrjú ár hjá Portsmouth áður en varnarmaðurinn samdi við Coventry. Þar lék hann aðeins tvo leiki og sneri heim stuttu síðar.

Saman hjá ÍBV:

Hermann var ráðinn þjálfari ÍBV í efstu deild hér á landi árið 2012 og stýrði liðinu sumarið 2013.

Hermann nýtti sér sín tengsl og náði að sannfæra James um að koma til Íslands. Hann kom á frjálsri sölu frá Bournemouth þá 42 ára gamall.

Það vakti verulega athygli þegar James kom til félagsins og voru margir sem gerðu sér leið á leiki ÍBV um sumarið. Liðið hafnaði í sjötta sæti deildarinnar.

Það lá alveg fyrir að ÍBV gæti ekki borgað James eins há laun og hann var vanur en hann vildi aðallega fá reynslu í þjálfun og var aðstoðarþjálfari Hermanns.

,,Þetta er flott fyrir okkur og fyrir íslenskan fótbolta. Hann var alla tíð jákvæður gagnvart því að koma,“ sagði Óskar Örn Ólafsson, formaður ÍBV um komu James árið 2013.

,,Hann þurfti bara að ganga frá sínum málum fyrst í Englandi áður en hann gat samið við okkur. Hann heillaðist strax af landinu og var spenntur fyrir því að koma.“

,,Hann kemur ekki hingað vegna launanna og ég vildi reyndar óska þess að allir leikmenn væru á sömu launum og hann. Þá værum við í góðum málum.“

James lék alls 17 leiki fyrir ÍBV í efstu deild en samdi svo við Kerala Blasters í Indlandi ári seinna.

Íslenska sólin erfiður andstæðingur:

James vakti athygli í viðtali eftir 1-1 jafntefli við FH en blaðamaðurinn Guðjón Guðmundsson ræddi þá við hann eftir leikinn.

James var vinsæll hjá íslenskum blaðamönnum á þessum tíma og var oft reynt að fá hann í viðtöl um sumarið.

,,Íslenska sólin er til vandræða því hún vekur mig klukkan hálf sex á morgnanna. Ég gat ekki undirbúið mig fyrir hana en ég elska lífið á Íslandi og er mjög ánægður með liðið,“ sagði James.

,,Ég er viss um að ég endist fram í október. Sólin er reyndar að verða enn erfiðari viðureignar en ég þarf bara kannski að fá mér eitthvað fyrir augun.“

ÍBV endaði eins og áður sagði í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar sumarið 2013. Liðið fékk alls 28 mörk á sig.

Hermann og James yfirgáfu báðir félagið eftir tímabilið en það kom á óvart er sá fyrrnefndi ákvað að stíga til hliðar.

Þeir eru þó enn mjög góðir vinir og starfa saman í Indlandi í dag. James er aðalþjálfari Kerala Blasters þar í landi og er Hermann honum til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar

Stjarnan selur leikmann til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið

Nokkur félög vilja Sancho og gamlir vinir skoða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham

Thomas Frank búin að velja nýjan fyrirliða Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig

Með brotið hjarta á sjúkrahúsinu en þakkar þeim sem hata sig
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir

Sjáðu trúlofunarhringinn sem er sagður kosta 615 milljónir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Í gær

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana

Kokhraustur Dani hefur enga trú á Íslendingunum – Ættu að rúlla yfir Víkingana
433Sport
Í gær

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham

Líklega að kveðja City og mun semja við Tottenham