fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Gylfi um fimm þjálfara á ferli sínum: ,,Hann vildi ekki losna við mig“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti knattspyrnumaður Íslands og leikmaður Everton er í ítarlegu viðtali í helgarblaði DV. Þar ræðir Gylfi málefni sem hann ræðir iðulega ekki en við heimsóttum hans á heimili hans á dögunum.

Gylfi hefur verið á toppnum í mörg ár, dregið vagninn með íslenska landsliðinu og hefur spilað vel yfir 200 leiki í ensku úrvalsdeildinni, bestu og erfiustu deild í heimi. Þar er hann oftar en ekki einn af bestu leikmönnum deildarinnar.

Fimm þjálfarar í atvinnumennsku:

Brendan Rodgers:
Frábær, mjög góður í mannlegum samskiptum. Hann vildi alltaf fullkomnun á hverri einustu æfingu, harður þar en strax eftir æfingu mjög hress, alltaf klár í að spjalla við alla. Geggjaðar æfingar og gaman að spila fyrir hann, mjög góður þjálfari.

Andre-Villas-Boas:
Mjög fínn karl, allt öðruvísi en Rodgers sem dæmi. Hann var mjög ungur þegar hann var með Tottenham, þegar horft er til aldurs þjálfara. Var mjög góður þjálfari.

Mauricio Pochettino:
Það var gríðarlega erfið ákvörðun að vera kominn til liðs eins og Tottenham og með nýjan stjóra í Pochettino, sem er frábær stjóri. Það var ekki auðveld ákvörðun að fara aftur til Swansea. Ég náði alltaf vel til Pochettino og talaða mikið við hann þegar við spilum við Spurs, hann vildi ekki losna við mig. Ég var á þeim aldri að mig langaði spila fótbolta í hverri viku og Swansea bauð mér það.

Sam Allardyce:
Það er mjög skemmtilegt að spila fyrir hann, skemmtilegur karl en stundum sérstakur. Hann veit hvað þarf að gera til að sækja nógu mikið af stigum til að halda sér í deildinni, margir segja að hann spili ekki skemmtilegan fótbolta. Það eru leikmennirnir sem spila inni á vellinum, varnarlega þá gerir hann lið betri. Með mikla reynslu.

Paul Clement:
Geggjaður, einn af betri þjálfurum sem ég hef haft. Það er ástæða fyrir því að Carlo Ancelotti hefur tekið hann með sér út um allt, geggjaður þjálfari og geggjuð persóna, ég tala enn þá við hann í dag. Það er ekkert slæmt um hann að segja, bara jákvætt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“

Áfall fyrir Manchester City – ,,Þetta lítur ekki vel út“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum