fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
433Sport

Ingólfur hjólar í Frey: Síðasta fíflið ekki fætt – ,,Lítill klassi hjá landsliðsþjálfara“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erfiður ári hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu er lokið en liðið vann ekki leik á alþjóðlegum degi. Ekki má þó gleymast að liðið spilaði í fyrsta sinn á Heimsmeistaramótinu, lang minnsta þjóðin sem hefur afrekað að taka þátt í stærsta íþróttaviðburði í heimi.

Erik Hamren tók við þjálfun liðsins í sumar þegar Heimir Hallgrímsson ákvað að stíga til hliðar, Freyr Alexandersson er hans aðstoðarmaður.

Freyr fór í viðtal við Fótbolta.net í upphafi vikunnar þar sem hann ræddi um umræðu á samfélagsmiðlum og hvernig hún getur orðið.

„Ef leikmenn eiga kafla þar sem þeir spila ekki vel þá eru menn oft dæmdir og sagðir ljótir hlutir um þá. Þetta fylgir bransanum. En ég vildi ekki vilja sleppa umfjölluninni sem er kringum liðið. Íslendingum þykir gríðarlega vænt um íslenska landsliðið og þannig á það að vera. Þess vegna skapast þessi umræða,“ sagði Freyr í viðtali við Elvar Geir Magnússon á Fótbolta.net í upphafi vikunnar.

„Þetta er þannig að síðasta fíflið er ekki fætt. Það verður alltaf einhver leiðindaumræða og fólk sem kallar á athygli með neikvæðum,“ sagði Freyr en þessi ummæli hans hafa vakið umræðu.

Ingólfur Sigurðsson fyrrum unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu er ekki hrifin af því hvernig Freyr talar til þeirra sem horfa á liðið.

,,Lítill klassi hjá landsliðsþjálfara að tala um að „síðasta fíflið sé ekki fætt“ þegar kemur að neikvæðri umræðu um landsliðið,“ skrifar Ingólfur á Twitter og hefur fengið sterk viðbrögð vegna þess.

,,Stuðningsmenn og fjölmiðlar sem hafa elt liðið út um allan heim eiga meiri virðingu skilið en þetta. Fyrir utan að umfjöllunin hefur verið mjög saklaus.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“

Sá umdeildi baunar hressilega á bróður stjörnunnar: ,,Hálfvitar í kringum þig og sérstaklega í fjölskyldunni“
433Sport
Í gær

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar

Ársþingið fyrir austan í lok febrúar
433Sport
Í gær

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo

Breyta afstöðu sinni varðandi Mainoo
433Sport
Í gær

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki

Fernandes gat farið en útskýrir hvers vegna hann gerði það ekki
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“

Strákarnir okkar minnast Hareide – „Fyrst og fremst yndisleg manneskja“
433Sport
Í gær

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna

KR staðfestir ráðninguna á Hilmari Árna
433Sport
Í gær

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí

Sagðir vilja losna við Danann af launaskrá – Áhugi frá Englandi og Sádí
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram

Strasbourg reyndist of stór biti fyrir Blika sem eru úr leik í Sambandsdeildinni – Vandræði Alberts og félaga halda áfram