fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
433Sport

Plús og mínus – Einn sigurleikur árið 2018

Victor Pálsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska landsliðið gerði jafntefli við Katar í kvöld og náði ekki að vinna sinn fyrsta leik í undir stjórn Erik Hamren.

Um var að ræða vináttuleik sem fór fram í Belgíu en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Frammistaðan var undir pari hjá íslenska liðinu í kvöld sem hefur oft spilað betur.

Það gekk erfiðlega að tengja saman sendingar og var oft tekið erfiðu leiðina.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Það er jákvætt að hafa allavega ekki tapað þessum leik. Katar fékk dauðafæri í stöðunni 2-2 en inn vildi boltinn ekki.

Það voru ekki varnarmistök sem kostuðu mörkin í dag eins og gegn Belgum. Tvö þrumuskot fyrir utan teig.

Albert Guðmundsson minnti enn og aftur á sig í kvöld. Það er langt síðan fólk var eins spennt fyrir einum leikmanni.

Það var frábært að sjá Kolbein Sigþórsson komast á blað. Hann skoraði mark úr víti sem var hans fyrsta landsliðsmark frá árinu 2016.

Það getur ekki verið annað en gott fyrir Kolbein að komast á blað. Nú þarf hann að finna sér nýtt lið og komast í leikform.

Mínus:

Það eru ákveðin spurningamerki sem fylgja fyrra marki Katar. Rúnar Alex hefði mátt gera betur en markið kom úr aukaspyrnu nokkuð langt frá teignum.

Það var oft eins og það væri búið að kveikja í boltanum. Menn kepptust um að koma honum frá sér eins fljótt og hægt er. Það er óþarfi gegn liði eins og Katar.

Það skapaði ákveðin vandræði. Leikmenn náðu ekki að tengja saman og væri áhugavert að sjá tölfræði þegar kemur að heppnuðum sendingum.

Enn einn leikurinn og enn náum við ekki að vinna. Síðasti sigurleikur kom í janúar gegn Indónesíu.

Einn sigurleikur á árinu 2018. Það er bara alls ekki nógu gott. Liðið spilaði 14 leiki og tapaði níu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal

Sesko tilbúinn í slaginn – Óvíst hvort hann byrji gegn Arsenal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu

Arteta lét leikmenn kjósa í gær – Odegaard heldur fyrirliðabandinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd

Eiginkona og börn Jota mæta á Anfield í kvöld – Hún birtir hjartnæma mynd
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

City að lána norska undrabarnið til Boro

City að lána norska undrabarnið til Boro
433Sport
Í gær

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð

City hafnaði Tottenham – Vilja miklu hærri upphæð
433Sport
Í gær

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir